Lækkað verð á greiðslumarki
Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna lækkun á jafnvægisverði. Kúabændum þykir niðurstaðan athyglisverð fyrir margra hluta sakir.
Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna lækkun á jafnvægisverði. Kúabændum þykir niðurstaðan athyglisverð fyrir margra hluta sakir.
Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera í skuldasambandi við samvinnufélagið sitt veldur það ugg meðal þeirra sem ekki tilheyra hópnum. Staðan er sér í lagi athyglisverð þegar samvinnufélag þetta er gríðarlega fjársterkt veldi í atvinnulífinu.
Lágmarksverð fyrir 1. flokks mjólk til bænda hækkaði 1. janúar um 2,25 prósent. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkar sömuleiðis um 1,60 prósent.
IFCN (International Farm Comparison Network) samtökin, sem eru alþjóðleg samtök sem vinna m.a. að því að taka saman upplýsingar um ýmislegt sem snýr að mjólkurframleiðslu í heiminum, héldu sína fjórðu heimsráðstefnu um mjólkurframleiðslumál í lok nóvember.
Um næstu áramót verður greiðslumark í mjólk aukið um 1,7% og fer þá úr 149 milljónum lítra í 151,5 milljónir lítra.
Kúabúum á Íslandi heldur stöðugt áfram að fækka. Um aldamótin voru yfir 1.000 kúabú með skráð greiðslumark hér á landi en þeim hafði fækkað niður í 679 bú árið 2011.
Ef sami stuðningur hefði haldist á hvern framleiddan mjólkurlítra frá árinu 2004 til 2022, væru beingreiðslur 106 prósent hærri. Frá þessu er greint í ársskýrslu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
IFCN (International Farm Comparison Network) samtökin, sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að bera saman margs konar upplýsingar um framleiðslukostnað mjólkur í helstu mjólkurframleiðslulöndum heimsins, gefa árlega út skýrslu þar sem borin eru saman margs konar fróðleg gögn um heimsframleiðslu mjólkur og verðlagsmál.
Bændur sem byggja fjós nú til dags, í norðurhluta Evrópu og helstu löndum þar sem velmegun er allgóð, horfa oftar en ekki til töluverðrar sjálfvirknivæðingar. Fyrstu dæmi um sjálfvirkni í fjósum eru líklega mjaltatækin, en þau voru fundin upp fyrir nærri 150 árum síðan þó svo að einkaleyfi fyrir hugmyndinni um sogskipti hafi ekki komið fram fyrr en...
Í lok júlímánaðar staðfesti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þá tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga að hámarksverð á kvótamarkaði skyldi verða sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði og að sú ákvörðun gildi út árið 2023. Gildir það fyrst á næsta kvótamarkaði sem verður 1. september næstkomandi og bændur eiga nú að vera búnir að skila inn t...
Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk kúabænda sem er í fyrsta flokki. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júní 2020. Verðið hækkar um 5,5 prósent, úr 92,74 krónur á lítrann í 97,84 krónur.
„Þetta er spennandi verkefni sem á að undirstrika hversu mikilvæg Eyjafjarðarsveit er fyrir mjólkurframleiðslu í landinu,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, um verkefni sem manna á milli nefnist Risakusa.
Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.
Auðhumla hefur sent mjólkurframleiðendum tilkynningu um að víða hafi verið gripið til róttækra aðgerða til að tryggja framleiðsluferla Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu. Öllum samlögum hafi til að mynda verið lokað utanaðkomandi.
Reglulega kemur upp sú undarlega umræða um að kúamjólk sé ekki holl og góð næring fyrir fólk á öllum aldri.
Mjólkurinnlegg í landinu á árinu 2019 dróst örlítið saman á milli ára en var þó heldur meira en 2017. Samdráttur var í innlagðri mjólk fyrstu sex mánuði ársins en aukning í öllum mánuðum síðari hluta árs samkvæmt gögnum frá Auðhumlu.
Ársfundur International Dairy Federation (IDF), sem eru samtök aðila í mjólkuriðnaði í helstu framleiðslulöndum heimsins, var haldinn í síðasta mánuði og að þessu sinni var fundurinn haldinn í Tyrklandi en fundinn sátu um 1.000 þátttakendur víða að úr heiminum.
Á yfirstandandi ári stendur fyrir dyrum að hefja fyrri endurskoðun Samnings um starfsumhverfi nautgriparæktar.
Niðurstaða er fengin í atkvæðagreiðslu mjólkurframleiðenda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Mikill meirihluti, eða 89,41%, vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu.
Fyrrverandi stjórnarformaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sem ég kalla þríhöfða hér eftir, vó ósmekklega að núverandi stjórnarformönnum MS og Auðhumlu, í aðsendum pistli í síðasta Bændablaði og væna þá um framkvæmdaleysi eftir að þeir tóku við síðasta sumar.
RH – Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – vann greinargerð fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda á síðasta ári um greiðslumark mjólkur og tillögur og leiðir vegna sölu og kaupa á kvóta. Greinargerðin var gefin út í desember síðastliðnum og í niðurstöðum er gengið út frá því að að greiðslumark haldi áfram eftir endurskoðun búvörusamn...
Nú líður að kosningum, vilja kúabændur búa áfram við framleiðslustýringu á mjólk eða fella kvótann niður eins og gert var í Evrópusambandinu?
Í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar, er áætlað að ganga til atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu í byrjun komandi árs.
Nýir formenn MS og Auðhumlu hafa undanfarið haldið bændafundi víða um land. Þessir nýju formenn komu báðir inn með allnokkrum gusti á síðustu mánuðum, studdir meirihluta stjórna sinna og þar með var vikið til hliðar fólki með áratuga reynslu...
Á fundi stjórnar Auðhumlu 30. ágúst 2018 lét Egill Sigurðsson frá Berustöðum í Ásahreppi af störfum sem formaður stjórnar Auðhumlu eftir að hafa gegnt því starfi í liðlega áratug. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Ágúst Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóahreppi.
Mjólkurframleiðsla hefur verið í sögulegu hámarki í ár. Spretta var mikil snemmsumars í fyrra og heygæði voru mjög góð.
Stjórn Auðhumlu hefur ákveðið að hækka gjald fyrir innvigtun á umframmjólk frá 1. apríl 2018 vegna aukinnar framleiðslu.
Undanfarin misseri hafa íslenskir bændur ekki farið varhluta af hækkandi rómi þeirra sem krefjast niðurfellingar tolla á öllum innfluttum landbúnaðarafurðum og þess að innflutningur verði að stærstu, ef ekki öllu, leyti frjáls og án skilyrða og takmarkana.
Matvælastofnun greindi frá því fyrir skemmstu að á fjórða og síðasta innlausnardegi fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2017 óskuðu tíu bú eftir að ríkið innleysti greiðslumark þeirra.
Aðalfundur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) vegna 31. starfsárs félagsins var haldinn 9. mars síðastliðinn. Þar kom fram að metsala var á mjólkurafurðum á síðasta ári.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum, segist fátt gott geta sagt um frumvarpsdrög Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra til endurskoðunar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að sér lítist ekki á frumvarpsdrögin við fyrstu sýn og að ráðherra sé með þessu móti að taka fram fyrir hendur hópsins sem á að endurskoða búvörusamningana.
Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað nýliðunarstyrkjum til tólf aðila í mjólkurframleiðslu fyrir árið 2016, en 27 og hálf milljón var til úthlutunar.
Það stefnir í hörkukeppni milli kúabænda landsins varðandi röðun í tíu efstu sætin yfir afurðahæstu búin að meðaltali á kú 2016. Virðist samt nokkuð líklegt að Brúsastaðir í Vatnsdal hreppi þar fyrsta sætið og þá ekki í fyrsta sinn.
Ný skýrsla frá Mjólkurrannsóknartengslanetinu, IFCN, sýnir að fækkun mjólkurbúa í heiminum muni verða umtalsverð til ársins 2025, en í Afríku mun slíkum búum fjölga.
Hin árlega ráðstefna alþjóðasamtaka aðila í mjólkuriðnaði, IDF - International Dairy Federation, var haldin í Rotterdam í Hollandi um miðjan október.
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 27. október 2016 að fyrirkomulag á greiðslum fyrir umframmjólk 2017 verði óbreytt frá því sem nú er. Innvigtunargjald hækkar um 15 krónur.
Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, var kjörinn formaður Landssambands kúabænda á aðalfundi sambandsins 1. apríl síðastliðinn. Hann hlakkar til að takast á við væntanleg verkefni og segist ekki eiga von á öðru en að þau verði spennandi og skemmtileg.
Rannsóknir benda til að munur sé á mjólkinni sem kýr mjólka á nóttinni og á daginn. Tilraunir á músum gefa til kynna á næturmjólkin geti haft róandi áhrif.
Innvigtun á mjólk nam 146 milljónum lítra á síðasta ári sem er mesta mjólk sem vigtuð hefur verið inn frá upphafi. Framleiðslan 2015 var 12,5 milljón lítrum meiri en árið 2014.
Mjólkurframleiðendur munu fá fullt afurðaverð frá MS út árið 2016 þrátt fyrir að mjólkurframleiðsla í landinu sé umfram markaðsþarfir. Sem stendur er tap á útflutningi mjólkurafurða en leitað er nýrra og hagstæðari markaða og ýmsar blikur á loft hvað það varðar.
Íslenskir kúabændur hafa frá árinu 1994 til dagsins í dag varið 28,2 milljörðum króna á núvirði í kaup á greiðslumarki í mjólk. Það lætur nærri að bændur hafi greitt um 11–12 krónur á hvern lítra yfir tímabilið í heild sem eru nálægt 25% af beingreiðslum sem bændur fá við framleiðslu hvers lítra.
Í Nýja-Sjálandi er löng hefð fyrir því í mjólkurframleiðslu að eigandi jarðar og húsakosts sé ekki endilega sá sem á kýrnar og sér um mjaltirnar.
Landbúnaðarráðherra bað Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða árangur af markmiðum samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar.
Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamband kúabænda (LK) hafa tekið saman umsögn um skýrsluna „Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Staða og horfur” sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Í umsögninni eru gerðar fjölmargar athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og tuttugu staðreyndavillur e...
Aukin skilvirkni í mjólkurframleiðslu hefur skilað lægra verði til neytenda. Opinberir styrkir hafa undanfarin ár lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Verð á helstu mjólkurafurðum lægra árið 2013 en 2003