Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina
Mynd / HKr.
Fréttir 1. mars 2019

Mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir / Hörður Kristjánsson
Niðurstaða er fengin í atkvæða­greiðslu mjólkurframleið­enda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Mikill meirihluti, eða 89,41%, vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurfr­amleiðslu. 
 
„Þessi skýra niðurstaða er gott og mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, þegar niðurstöður lágu fyrir. 
 
88,35% innleggjenda greiddu atkvæði
 
Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð yfir í eina viku, en lauk í dag kl. 12.00. Hún fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.
 
Á kjörskrá voru 558 inn­leggjendur og alls greiddu 493 atkvæði, eða 88,35%. Atkvæði féllu þannig:
  • 50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
  • 441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
  • 2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.
Niðurstaðan er stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. Nú verða áherslur mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu og stefnumörkunar um aðra þætti samningsins sem koma þurfa til endurskoðunar.
 
Niðurstaðan kom formanni þægilega á óvart
 
Arnar Árnason.
„Það kom mér þægilega á óvart hversu góð þátttakan var, hún er okkur mjög mikilvæg, ekki síður en sá eindregni vilji sem fram kemur meðal bænda. Það er gott fyrir okkur sem stöndum í brúnni að sjá þessa miklu samstöðu í greininni og kemur sérlega vel að hafa þetta sterka bakland þegar samningaviðræður hefjast við ríkisvaldið,“ sagði Arnar Árnason. 
 
Stefnumarkandi niðurstaða
 
Niðurstaðan er stefnumarkandi við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. 
Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir