Sprotinn – jarðræktarráðgjöf
Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa.