Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar sem fjölmargir bæjarbúar rækta sínar eigin matjurtir. Á staðnum eru líka öll sumarblóm fyrir Akureyrbæ ræktuð. Það er þó eitt, sem vekur sérstaka athygli um þessar mundir en það er upphækkuð beð, sem hafa slegið í gegn.