Kýrnar í sviðsljósinu

Kýrin í skrautlegustu aðstæðunum 1. sæti - : Ljósbröndótt, huppótt, blesótt kýr sem gætir kálfsins síns (rauðskjöldóttur) fyrir fjallinu. Fyrirsæta í Mýrdalnum með Pétursey í baksýn. Ljósmyndari: Birna Viðarsdóttir
Skrautlegasta kýrin 1. sæti - Rauðgrönótt, hyrnd. Alveg sléttsama um allt og vel afslöppuð. Snædís fegurðardrottning í Daladýrð í Fnjóskadal. Hún verður á hvíta tjaldinu í Ódysseifskviðu í leikstjórn Christopher Nolan. Ljósmyndari: Guðbergur Egill Eyjólfs
Skemmtileg hópmynd í íslenskri náttúru. Mjög skemmtileg mynd af kvígum í fallegu umhverfi. Undir háum klettum Eyjafjalla njóta kýrnar sín í kyrrð og ró. Ljósmyndari: Díana Íris Jónsdóttir
Kýrin í skrautlegustu aðstæðunum 3. sæti - Í feluleik! Ljósgrá/hélótt, sýnist vera huppótt og svona skemmtilega lík steininum sem hún liggur hjá. Kýr eða steinn, Grádís frá Skollagróf fellur alveg inn í landslagið. Ljósmyndari: Eygló Anna Guðlaugsdóttir
Skrautlegasta kýrin 3. sæti - Ljósbrandskjöldótt kýr, alveg sama um allt í kringum sig nema að éta (flott mynd og nálgun). „Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín?“ Þjóðsagnakýr á Rauðasandi. Ljósmyndari: Friðrik Vilhelmsson
Litríkur hópur sem sýnir fjölbreytni litanna í fallegu umhverfi, allt grænt og svo sólin að brjótast úr skýjunum. Kýrnar á Syðra-Velli í Flóa. Talið frá vinstri: Rétt, Dæla, Stikla, Síbilja, Hryggja, Mjallhvít, Rauðka, Eva og Tinda. Mynd: Jón G. Þorsteins
Skrautlegasta kýrin 2. sæti - Dökkgrá/hélótt, kolótt, lítur vel út. Skemmtilegt myndarsjónarhorn þegar hún lítur þvert á myndatökumanninn. Einstaklega flott litasamsetning. Hnykkja nýtur sín í veðurblíðu í Öxnadalnum. Ljósmyndari: Jónína Þórdís
Kýrin í skrautlegustu aðstæðunum 2. sæti - Nú leika þær lausum hala! Sú hægra megin rauðbröndótt, hin bröndótt. Flottur kúadans. Slett úr klaufunum á Rauðasandi. Ljósmyndari: Þorgeir Baldursson