Fyrirsjáanleiki og stöðugleiki
Óhætt er að segja að við lifum nú á áhugaverðum tímum, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Ótrúlega örar breytingar eru að verða á samfélagi okkar og umhverfi, hvort sem drifkraftarnir eru tækninýjungar, breyttar kröfur neytenda, loftslagsbreytingar eða duttlungar stjórnmálamanna, innlendra sem erlendra.
