Grænmeti og mjólk fara vel saman
Á Norðurgarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er rekið blandað bú með meiru. Stærstur hluti veltunnar kemur frá mjólkurframleiðslu, en á bænum er jafnframt grænmetisrækt, grísaeldi, kornrækt og skógrækt. Enn fremur eru nokkrir hestar og þar til fyrir stuttu voru örfáar kindur til heimabrúks.