Yfirborð sjávar hækkar – útlit er fyrir aukin sjávarflóð og landbrot
Yfirborð sjávar fer hækkandi og við blasir að Íslendingar þurfa að undirbúa sig fyrir það, m.a. í sjóvörnum og öllu skipulagi við strendur. Sjávarstaða spilar stóran þátt í hættu á ágjöf og því talið að sjávarflóð færist í aukana með tilheyrandi landbroti og tjóni.