Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Fóðurblandan í Reykjavík hefur verið með umboðið fyrir DeLaval á meðan Bústólpi hefur sinnt þjónustunni fyrir DeLaval á landsvísu frá árinu 2016. Bústólpi er dótturfyrirtæki Fóðurblöndunnar.

Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bústólpa, segir að með þessu sé allt ferlið frá upphafi til enda komið á einn stað. Bústólpi hefur sett upp alla mjaltaþjóna undanfarin ár og eru þeir sem koma að þjónustu og uppsetningu starfsmenn fyrirtækisins.

Hún vonast til að með þessu verði þjónustan skilvirkari, en hún gerir ekki ráð fyrir að viðskiptavinir verði varir við miklar breytingar. Nú starfa sjö manns í DeLaval-deild fyrirtækisins og hefur Bústólpi ráðið til starfa viðskiptastjóra sem verður með aðsetur fyrir norðan. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á viðbótarhúsnæði á Akureyri til að hýsa lagerinn.

Á landinu eru í kringum 120 DeLaval-mjaltaþjónar í notkun á um hundrað búum og er gangsetning þriggja til viðbótar í burðarliðnum. Hanna Dögg telur að markaðshlutdeild DeLaval sé í kringum 35 til 40 prósent á móti öðrum tegundum mjaltaþjóna eins og Lely, GEA og Fullwood-Merlin. Miðað er við að róbót af nýjustu gerð DeLaval geti sinnt allt að 70 kúm. Fyrsti DeLaval-mjaltaþjónninn tók til starfa á íslensku kúabúi árið 2002, en sá elsti sem enn er í notkun var gangsettur árið 2006.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...