Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Mynd / aðsend
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem er einungis fimmtán ára gamall, en hann byrjaði í kórnum í fyrra.

Karlakórinn Heimir í Skagafirði er með vinsælustu karlakórum landsins en í honum eru um 70 karlar og æft er tvisvar í viku. Stjórnandi kórsins er Jón Þorsteinn Reynisson og undirleikari er Alexander Edelstein. „Hann fór að suða um að koma með mér á kóræfingar 13 ára gamall en ég sagði honum að róa sig og klára múturnar, en eftir meira og meira suð þá tók ég hann með mér á æfingar í fyrra, þá 14 ára, og það hefur gengið ljómandi vel. Hann syngur í fyrsta bassa og er bara mjög sáttur og sæll í kórnum,“ segir Marinó Indriðason, bóndi í Litla-Dal í Skagafirði og pabbi Fjölnis.

Mamma hans heitir Hanna Björg Hauksdóttir og systkini Fjölnis eru þau Haukur Ingvi, Dalmar Snær og Svandís Katla. „Mér finnst mjög gaman í kórnum því eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja. Ég er í 10. bekk í Varmahlíðarskóla, sem er frábær skóli með góðu félagslífi,“ segir Fjölnir Þeyr.

Eftir grunnskólagönguna stefnir hann á að læra vélvirkjun á Akureyri eða á Sauðárkróki. „Karlarnir í kórnum hafa tekið mér mjög vel og segja gott að fá svona ungan strák í kórinn. Ég fæ alltaf far með pabba á æfingar og svo er afi líka í kórnum, sem er frábært. Skemmtilegasta lagið sem kórinn syngur að mínu mati er „Hermannakórinn“, það er frábært lag. Ég hvet alla karla, unga sem eldri, að fara í karlakór, þetta er svo skemmtilegt og félagsskapurinn frábær,“ segir Fjölnir Þeyr.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...