Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Mynd / aðsend
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem er einungis fimmtán ára gamall, en hann byrjaði í kórnum í fyrra.

Karlakórinn Heimir í Skagafirði er með vinsælustu karlakórum landsins en í honum eru um 70 karlar og æft er tvisvar í viku. Stjórnandi kórsins er Jón Þorsteinn Reynisson og undirleikari er Alexander Edelstein. „Hann fór að suða um að koma með mér á kóræfingar 13 ára gamall en ég sagði honum að róa sig og klára múturnar, en eftir meira og meira suð þá tók ég hann með mér á æfingar í fyrra, þá 14 ára, og það hefur gengið ljómandi vel. Hann syngur í fyrsta bassa og er bara mjög sáttur og sæll í kórnum,“ segir Marinó Indriðason, bóndi í Litla-Dal í Skagafirði og pabbi Fjölnis.

Mamma hans heitir Hanna Björg Hauksdóttir og systkini Fjölnis eru þau Haukur Ingvi, Dalmar Snær og Svandís Katla. „Mér finnst mjög gaman í kórnum því eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja. Ég er í 10. bekk í Varmahlíðarskóla, sem er frábær skóli með góðu félagslífi,“ segir Fjölnir Þeyr.

Eftir grunnskólagönguna stefnir hann á að læra vélvirkjun á Akureyri eða á Sauðárkróki. „Karlarnir í kórnum hafa tekið mér mjög vel og segja gott að fá svona ungan strák í kórinn. Ég fæ alltaf far með pabba á æfingar og svo er afi líka í kórnum, sem er frábært. Skemmtilegasta lagið sem kórinn syngur að mínu mati er „Hermannakórinn“, það er frábært lag. Ég hvet alla karla, unga sem eldri, að fara í karlakór, þetta er svo skemmtilegt og félagsskapurinn frábær,“ segir Fjölnir Þeyr.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...