Greniryðsveppur
Greniryð er plöntusjúkdómur sem leggst á ýmsar tegundir af greni og er af völdum ryðsveppsins Chrysomyxa abietis. Hér á landi leggst ryðsveppurinn helst á rauðgreni og blágreni en erlendis sýkir hann þar að auki sitkagreni, hvítgreni og broddgreni.