Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Höfundur: Þröstur Helgason

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felur í sér hækkun á erfðafjárskatti sem gæti bitnað illa á erfingjum bænda, að því er fram kemur í umsögn Deloitte Legal og Bændasamtakanna.

Í 11. grein frumvarpsins er lagt til að hækka stofn til erfðafjárskatts. Lagt er til að lönd og jarðir sem skipta um hendur við arfleiðslu skuli metnar til markaðsverðs. Í umsögn Deloitte segir að núverandi ákvæði kveði skýrt á um að fasteignir, þ.m.t. jarðir, skuli taldar á fasteignamatsverði. Nú séu hins vegar jarðir teknar út fyrir sviga og erfingjum ætlað að láta meta „markaðsverð“ þeirra. Af þessu leiði að erfingjar þurfi að leggja út í aukinn kostnað við að afla verðmats frá fasteignasala til að meta virði jarða í stað þess að nota hið opinbera skráða markaðsverð þeirra í landskrá fasteigna, eins og gildir um allar aðrar fasteignir.

„Áhrifin verða eflaust gríðarlega kostnaðarsöm fyrir erfingja íslenskra bænda því nú þarf við arfleiðslu að fara að meta jarðir þeirra og hlunnindi þeirra til einhvers óþekkts markaðsverðs, þegar kannski reksturinn einn og sér er ekki sérstaklega arðbær. Deloitte Legal telur mjög varhugavert að hækka erfðafjárskattsstofninn með þessum hætti því raunverulegt markaðsverð á jörðum er almennt verulega óljóst,“ segir í umsögninni.

Í umsögn Bændasamtakanna er tekið í sama streng en að auki bent á að frumvarpsdrögin geti haft neikvæð áhrif á nýliðun og ættliðaskipti innan bændastéttarinnar: „Erfingjar jarða og landa geta orðið fyrir miklum kostnaðarauka að þurfa að láta meta eignina sérstaklega fyrir erfðafjárskýrslu í stað þess að byggja á opinberum gögnum og útreikningum eins og fasteignamatinu. Að gera kröfu um slíkan kostnaðarauka og fyrirhöfn gengur aukinheldur þvert gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að auðvelda nýliðun og ættliðaskipti innan bændastéttarinnar.“ Bændasamtökin setja verulegar athugasemdir við þennan lið frumvarpsins og telja rétt að fallið sé frá honum.

Skylt efni: erfðafjárskattur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...