Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríðarlega mikilvægan vettvang fyrir samtal ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum.

COP30 lauk í Brasilíu í nóvember án þess að í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar væri áætlun um útfösun jarðefnaeldsneytis og olli það miklum vonbrigðum. Höfðu fleiri en 80 ríki kallað eftir því sérstaklega og til umfjöllunar verið þrjár leiðir að slíku markmiði. Olíuríkin lögðust gegn þeim og komu þannig í veg fyrir að þessa sæist staður í lokaútgáfu yfirlýsingarinnar.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, segir þó mikinn árangur hafa náðst á vettvangi COP, ekki aðeins í lækkun spár um hækkun hitastigs byggðum á þróun losunar, heldur megi sjá stórt stökk í innleiðingu á endurnýjanlegum orkugjöfum um allan heim. Kostnaður þeirra lausna hafi hríðfallið. COP sé enn gríðarlega mikilvægur vettvangur og erfitt væri að hugsa til þess hvar við værum ef ekki væri fyrir Loftslagssamninginn og Parísarsamkomulagið.

„Árangur byggir þó mjög á því að ríkin vinni sína heimavinnu og leggi fram áætlanir og aðgerðir heima fyrir. Það finnst mér oft gleymast í umræðunni. Mjög erfitt er í alþjóðasamstarfi, ekki síst í loftslagsmálum, að segja öðrum þjóðum fyrir verkum. Ríki heims og aðstæður í hverju landi eru mjög ólíkar – það er misjafnt hvaða áskoranir þau glíma við og nauðsynlegt að hvert ríki fái að hanna sína vegferð á eigin forsendum,“ segir Anna.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera með 50 til 55% markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2035, á meðan löndin í kringum okkur séu að setja sér metnaðarfyllri markmið. Danmörk sé, svo dæmi sé tekið, með 82% markmið og Evrópusambandið sé nær 70 prósentunum. Heildarmarkmið Íslands, séu markmið um samfélagslosun, landnotkun og ETS þýdd saman, sé um 12 til 15%.

Sjá nánar á síðu 30 í nýja Bændablaði

Skylt efni: COP30

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...