Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Höfundur: Þröstur Helgason

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna koma 45% af orkunni (hitaeiningum) að meðaltali úr gjörunnum matvælum. Sá hópur sem borðaði mest af gjörunnum matvælum fékk að meðaltali um 64% af hitaeiningunum úr þessum matvælum.

Þetta kemur fram í nýlega birtri vísindagrein í British Journal of Nutrition sem er byggð á landskönnun fullorðinna Íslendinga sem fram fór á árunum 2019–2020 en fyrsti höfundur greinarinnar er Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi.

Í greininni kemur einnig fram að meirihluti gróðurhúsalofttegunda sem losna við framleiðslu gjörunninna matvæla sem neytt er á Íslandi komi frá matvælum eins og unnum kjötvörum, ís, sætindum, snakki, gos- og orkudrykkjum. „Sé þessara matvæla neytt í miklu magni hefur það ekki aðeins neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu, heldur veldur það einnig neikvæðum umhverfisáhrifum,“ segir í frétt á vef Landlæknis.

Þetta er sagt benda til þess að niðurstöðurnar sýni tækifæri til að bæta heilsu og draga úr umhverfisáhrifum með því að minnka neyslu á gjörunnum matvælum svo sem unnum kjötvörum, ís, sælgæti, snakki ásamt gos- og orkudrykkjum. Aftur á móti er lögð meiri áhersla á að borða fæðutegundir úr jurtaríkinu eins og ávexti, grænmeti, belgjurtir og heilkornavörur sem meðal annars er mælt með í ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur út.

Hvað er í boði fyrir börn?

Í fréttinni segir að mikilvægt sé að til dæmis skólar og íþróttamannvirki skoði vel hvaða vörur eru í boði fyrir börn og ungmenni. Einnig þurfi að huga að markaðssetningu gjörunninna matvara þar sem börn og ungmenni eru markhópurinn. Líta mætti til Noregs þar sem nýverð var sett bann við allri markaðssetningu á óhollum mat og drykk til barna undir 18 ára. „Þar með talið er bannað að gefa börnum gjörunnin matvæli í tengslum við viðburði eins og íþróttaviðburði. Einnig á að banna sölu á orkudrykkjum til þeirra sem eru yngri en 16 ára um næstu áramót í Noregi,“ segir í svörum frá Embætti landlæknis við fyrirspurn blaðsins.

Rannsóknin, sem notaði gögn um mataræði Íslendinga á árunum 2019 til 2021, bendir til þess að landsmenn borði töluvert af gjörunnum matvælum. Þessi matvæli hafa oft langt geymsluþol og geta verið bæði þægileg í notkun og bragðgóð, en innihalda oft mikla orku og lítið af næringarefnum. Þegar leitað er að hollari valkosti þá getur verið gott að horfa eftir vörum sem eru merktar Skráargatinu, segir í fréttinni. Þar undir falla meðal annars heilir ávextir og grænmeti.

Hækka ætti álögur

Embætti landlæknis hefur ítrekað lagt til að hækka ætti álögur á gos-, svala- og orkudrykki, sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð til að takmarka aðgengi að gjörunnum matvælum. Í svörum frá embættinu um frekari aðgerðir segir að jafnframt ætti að lækka álögur á næringarríka fæðu líkt og grænmeti og ávexti, til að bæta aðgengi fólks að slíku fæði. Þetta komi meðal annars fram í Aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu: Útfærslur starfshóps á innleiðingu. Þar eru einnig lagðar til margar aðrar aðgerðir til að bæta mataræði landsmanna sem eru í samræmi við það sem kemur fram í greinaskrifunum.

Enn fremur segir að þörf sé á að auka fræðslu um hvað gjörunnin matvæli séu, en skilgreining á þeim hefur verið umdeild. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sé að vinna að gerð efnis um málið sem hægt verður að nýta þegar það er tilbúið.

Horfa ætti til baráttu gegn tóbaksnotkun

Í svörum frá Embætti landlæknis segir að viðbrögðin við þessari ógn við lýðheilsu ættu að vera svipaðar þeim sem urðu vegna tóbaksreykinga á síðustu öld. Í baráttunni við tóbaksreykingar hafi það sýnt sig að stjórnvaldsaðgerðir hafi vegið langþyngst. „Það er því mikilvægt að stjórnvöld bregðist við t.d. með því að endurskoða reglugerðir á merkingum gjörunninna matvæla. Einnig með auknum álögum til að takmarka aðgengi fólks að þessum matvælum. Á sama tíma væri skynsamlegt að auðvelda aðgengi fólks að grænmeti og ávöxtum, en rannsóknir undanfarinna ára hafa sýnt að neysla á þessum fæðuflokkum er lítil samanborið við ráðleggingar um mataræði.“

Skylt efni: gjörunnin matvæli

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...