Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna koma 45% af orkunni (hitaeiningum) að meðaltali úr gjörunnum matvælum. Sá hópur sem borðaði mest af gjörunnum matvælum fékk að meðaltali um 64% af hitaeiningunum úr þessum matvælum.


