Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
Búist er við að sala á Aloe vera-vörum á markaði muni nema um 2,7 milljörðum Bandaríkjadala (um 37,5 milljörðum ISK) á næsta ári og nemur árleg hækkun frá 2017 um 6,2 prósentum. Alþjóðleg eftirspurn eftir húð- og hárvöru er drifkraftur þessa vaxtar.