Allur gangur er á hversu mikið af veiddum hreindýrum er nýtt, annað en kjötið. Mikil vannýtt tækifæri eru sögð vera í nýtingu m.a. beina, skinns, fitu, klaufa og horna.
Allur gangur er á hversu mikið af veiddum hreindýrum er nýtt, annað en kjötið. Mikil vannýtt tækifæri eru sögð vera í nýtingu m.a. beina, skinns, fitu, klaufa og horna.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr en að hirða bara af þeim kjötið.

Í 2. tbl. Austurgluggans í ár er rætt við Þórhall Borgarson, formann Hreindýraráðs Austurlands, um nýtingu hreindýraafurða. Segir hann að nýta megi til muna betur það sem til fellur af hreindýrinu fyrir utan kjötið.

„Segja má að nýting á hliðarafurðum veiðanna sé sama marki brennd og nýting hliðarafurða í afurðastöðvum fyrir sauðfé og naut. Ekki hefur fundist markaður fyrir afurðirnar sem reynt hefur verið að nýta og örugglega hefur ekki verið unnið nógu markvisst að því að finna hann. Möguleikarnir eru samt örugglega til staðar,“ segir Þórhallur í grein Austurgluggans.

Tækifæri í skapandi sjálfbærni

Að hans sögn er hartnær öllum skinnum hent þar sem engin sútunarstöð sé lengur í landinu sem geti leðursútað eða loðsútað skinn og þau hreindýraskinn sem séu til sölu á Íslandi séu vetrarskinn frá Finnlandi. Hann nefnir einnig að búa mætti til soð af þeim hundruðum kílóa hreindýrabeina sem til falli í vinnslustöðvum á Austurlandi. Þá væri hægt að nýta fitu af hreindýrsskrokkunum, t.d. í sápu. Hjörtu, lifur og tungur séu nýtt að mestu leyti en eflaust hægt að bæta nýtinguna. Horn og klaufir séu lítt eða ekki notuð. Þórhallur bætir þó við að einstakir hreindýraveiðimenn nýti sjálfir allt dýrið.

Jafnframt kemur fram í grein Austurgluggans að Háskóli Íslands á Hallormsstað hafi boðið upp á kennslu í skapandi sjálfbærni, m.a. í vinnslu ýmissa afurða hreindýrsins, svo sem „kerti, sápur, sútun á skinnum, leðursaum, beinum í soð og skrautmuni, nýtingu á kjöti og innmat, hausasultu, heilabollur og fleira nýtt“. Skólinn hafi jafnframt aðgang að sútara ef þörf sé á.

Austfirsk hönnun og handverk

Því má bæta við að á Austurlandi, ekki síst á Fljótsdalshéraði, hefur til skamms tíma verið viss hefð fyrir að nýta m.a. skinn, horn, bein og klaufir til listmuna- og fatagerðar. Signý Ormarsdóttir fatahönnuður saumaði t.d. um árabil glæsilega kjóla, pils, trefla og aðrar flíkur úr hreindýraskinni og nýtti gjarnan holdrosann. Þá voru unnar töskur, hattar, armbönd o.fl. úr hreindýraleðri á Jökuldal, gerðir eyrnalokkar og annað skart úr hreindýraklaufum, og fatatölur og útskurðargripir úr hornum og beinum.

664 hreindýr voru veidd síðasta haust.

Skylt efni: hreindýr

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...