Á alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verða hvatningarverðlaunin í skógrækt veitt í þriðja sinn. Mynd tekin í Brynjudal í Hvalfirði í desember 2025.
Á alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verða hvatningarverðlaunin í skógrækt veitt í þriðja sinn. Mynd tekin í Brynjudal í Hvalfirði í desember 2025.
Mynd / ál
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verða veitt á alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars næstkomandi. Að baki verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2024 þegar þau féllu í skaut Sigurðar Arnarssonar. Hann hefur skrifað stórt safn pistla um trjátegundir, skóga og skógrækt sem birtir hafa verið meðal annars á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga, ásamt því sem hann hefur verið virkur í samfélagsumræðu um skógartengd málefni. Eins skrifaði Sigurður bók um belgjurtir.

Í fyrra hlaut Pálmar Guðmundsson verðlaunin, en hann hefur unnið mikið kynningarstarf á YouTuberás sinni, Skógurinn, að eigin frumkvæði og áhuga. Þar að auki hefur hann þurft að bregðast við miklum áskorunum sem formaður Skógræktarfélags Grindavíkur. Verðlaunin hafa verið veitt á heimaslóð verðlaunahafa, þannig að ekki er vitað hvar athöfnin mun fara fram í ár.

Í skriflegu svari segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands hvatningarverðlaun af þessu tagi vera mikilvæg þar sem skógrækt er tiltölulega ung grein hér á landi og ekki eins samofin innviðum, atvinnuháttum og stjórnmálum eins og í öðrum löndum. Víða um land vinni frumkvöðlar öflugt og óeigingjarnt starf í skógrækt sem eigi skilið að eftir því sé tekið.

Hún bendir á að hugmyndin að hvatningaverðlaununum hafi komið í ályktun frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Verðlaunagripirnir hafa verið handverksskálar unnar úr íslenskum skógarefniviði ásamt því sem verðlaunahafar fá trjáplöntur að gjöf. Ragnhildur hvetur alla til að skila inn tilnefningum í gegnum heimasíðu Skógræktarfélags Íslands (skog.is) fyrir 16. febrúar.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...