Óli Finnsson, garðyrkjubóndi í Heiðmörk í Laugarási
Óli Finnsson, garðyrkjubóndi í Heiðmörk í Laugarási
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförnum árum. Það hefur leitt til þess að stuðningsgreiðslur stjórnvalda til garðyrkjubænda, vegna dreifikostnaðar á raforku, verða mun lægri en væntingar bænda standa til.

Óli Finnsson, garðyrkjubóndi í Heiðmörk í Laugarási, segir að hann verði af 2,3 milljónum í endurgreiðslum á útlögðum kostnaði vegna þessarar þróunar á undanförnum tveimur árum, ef fullur stuðningur hefði verið veittur. Sömu sögu er að segja af öðrum garðyrkjustöðvum í ylrækt um land allt.

Allt að 95% niðurgreiðsla

Í gildandi búvörusamningum eru markmið stjórnvalda um að greiða þennan kostnað að mestu leyti niður. Ákvæði um þessi markmið eru útfærð í reglugerð um stuðning við garðyrkju, þar sem segir að magnliðir og fastagjald í gjaldskrá dreifiveitu fyrir flutning og dreifingu skulu greiddir niður um allt að 95%, en framleiðendur garðyrkjuafurða skulu greiða að lágmarki 5%.

Óli segir að á árinu 2024 hafi niðurgreiðsluhlutfall stjórnvalda reiknast 89% hjá sér en einungis 50% fyrir síðasta ár, en það muni lagast eitthvað með uppgjörstölum sem koma í mars. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands, útskýrir þetta þannig að það fjármagn sem sé til ráðstöfunar fyrir þennan stuðning sé fastur fjármagnspottur með rúmar 450 milljónir til skiptanna, sem sé vísitölutryggður. „Það sem hefur haft mest áhrif síðustu ár er að gjaldskrá dreifiveitna hefur hækkað umfram vísitölu og því rýrnar potturinn. Einnig hafa ylræktendur verið að auka lýsinguna hjá sér og eitthvað hefur verið byggt. Allt hefur þetta áhrif og dregur niður hlutfallið til bænda,“ segir Axel.

Vonast til að hlutfallið nái yfir 80%

„Ef fjármagnið dugar ekki til að ná 95% er því deilt jafnt niður á garðyrkjustöðvar þannig að allir fái jafnt hlutfall. Ráðuneytið hefur leyfi til að halda eftir 20% af pottinum til að geta brugðist við breytingum sem geta orðið yfir hvert ár. Svo í febrúar er uppgjör til að passa upp á að allir séu jafnir og lokagreiðslur gerðar 1. mars. Þannig að við vitum ekki nákvæmlega hvert niðurgreiðsluhlutfallið verður fyrir 2025 þar sem uppgjör hefur ekki átt sér stað. Það er vonast til að það nái yfir 80%,“ segir Axel.

Að sögn Óla voru gjaldskrárhækkanir flutnings- og dreifiveitna 7% í lok árs 2024, 4% 1. janúar 2025, 2% 1. mars 2025, 5% 1.maí 2025 og 5% 1.nóvember 2025. „Vegna þessa var fyrirséð að potturinn myndi duga minna en skyldi. Endurgreiðslur ársins 2025 frá ráðuneytinu hafa verið um 50% af útlögðum kostnaði í hverjum mánuði. En við þurfum að greiða RARIK að fullu reikninga frá þeim í hverjum mánuði, sem síðan verður gert upp við okkur að einhverju leyti í mars árið eftir, vaxtalaust.“

Málin munu skýrast með nýjum búvörusamningum

Axel segir að síðasta vetur og um vorið hafi garðyrkjubændur eftir fremsta megni reynt að koma stjórnvöldum í skilning um þessa slæmu stöðu, en árangur hafi ekki náðst.

„En við náðum í fjárfestingarstuðning til LED-væðingar. Það mun telja verulega eftir því sem bændur koma sér lengra inn í LEDljósin. Þarna gæti orðið 40–50% orkusparnaður hjá garðyrkjunni á næstu 10 árum. Það mun vissulega minnka þrýstinginn á pottinn sem notaður er til að greiða niður flutninginn. En það þarf að tryggja framleiðsluhvetjandi kerfi með fyrirsjáanlegri fastri niðurgreiðslu til að sama staða komi ekki upp aftur eftir því sem greinin vex. Núverandi búvörusamningar eru að renna sitt skeið og munum við leggja mikla áherslu á að koma betri stoðum undir greinina.“

Skylt efni: dreifing raforku

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...