Skýrt nei við aðildarviðræðum
Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála eða nokkuð ósammála því að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Um fimmtán prósent eru sammála. Óákveðnir eru tæp níu prósent.
Þetta er niðurstaðan í fyrstu skoðanakönnun Bændablaðsins á meðal félagsmanna í Bændasamtökum Íslands undir yfirskriftinni Hvað segja bændur?
Félagsmenn í Bændasamtökunum eru um 2.600 en 510 svör bárust í könnuninni sem stóð frá 12.–19. janúar.
Blaðið mun halda áfram að spyrja bændur um afstöðu þeirra til aðskiljanlegustu mála, sem snerta hagsmuni þeirra og fólksins í landinu, í næstu blöðum.
