Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery. Efniviður listaverkanna eru strá úr kornrækt í Hornafirði.

Hanna Dís segir í samtali að hún noti aðferð sem nefnist strálagning, eða straw marquetry á ensku, sem á uppruna sinn frá Asíu en barst til Evrópu á 17. öld. Stráin séu þurrkuð og klippt niður milli hnjáa og þá sé hægt að kljúfa þau og fletja út.

Með því að lita og fletja út byggstrá er hægt að gera fjölbreytt mynstur.

„Verkin sem verða til sýnis í HAKK gallery eru með alls konar strálögðum geometrískum mynstrum,“ segir Hanna Dís. „Ég strálegg á þriggja millimetra krossvið sem ég lasersker síðan í form sem ég raða saman. Þannig fæ ég mjög nákvæman skurð.“ Hún bætir við að þessi aðferð einskorðist ekki við listaverk sem hengd eru á vegg, heldur sé líka hægt að skreyta nytjahluti, húsgögn, skápa og borð með strálagningu.

Aðspurð af hverju hún ákvað að leggja fyrir sig strálagningu segir Hanna að hún hafi viljað nýta betur þann efnivið sem er úr nærumhverfinu. Hún er búsett í Akurnesi í Hornafirði þar sem allt í kring er stunduð kornrækt. „Síðustu ár hef ég fengið bygg í Flatey á Mýrum,“ segir Hanna Dís. Hún getur ekki nýtt hráefnið eftir að það hefur farið í gegnum þreskivélarnar og því þarf hún að klippa kornið sjálf með höndum. Hvert strá gefur af sér talsvert yfirborð og því þarf hún ekki mjög mikla uppskeru.

Sýningaropnun verður í HAKK gallery við Óðinsgötu klukkan 18:00 föstudaginn 30. janúar.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...