Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Mynd / aðsendar
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Þaratekja á Barðstrendingi BA 33.

Fine Foods Íslandica er fyrsta þararæktar- og matvælaframleiðslufyrirtæki Íslands sem býr til sprota úr íslenskum þara og ræktar þá á reipum allt til uppskeru, að sögn stofnanda þess, Jamie Lai Boon Lee.

Hún telur að þang og þari geti gegnt mikilvægu hlutverki í að endurlífga dreifbýlissamfélög og varðveita sjávarútvegsmenningu, sé það ræktað með góðum ásetningi og við viðeigandi aðstæður. Með því að deila þekkingu og aðgengi að mörkuðum með nýjum ræktendum í heimabyggð leggi aðstandendur fyrirtækisins sig fram um að byggja upp sanngjarna og sjálfbæra þaraframleiðslu. Þau séu allt í senn matreiðslufólk, sjómenn, skapandi einstaklingar, vísindamenn, bændur, sjávarafurðavinnslufólk, bakarar, viðskiptaráðgjafar, iðnaðarmenn – og síðast en alls ekki síst; þararæktendur.

Frækex er ein nýjasta afurð Fine Foods Íslandica.

Fine Foods Íslandica hefur aðsetur á Hólmavík á Ströndum.

Þari í allt mögulegt

Í vefverslun fyrirtækisins er til dæmis í boði Þara-jerky, þ.e. íslenskt sauðakjöt með þara. Þar má einnig finna Sjávargarðsblöndu, krydd samsett úr beltisþara, sölvum, wakame og nori sem sagt er gefa ilm, mjúkt umami-bragð og næringu þegar það er sett út í mat.

Sjávardrykkjuduft er kraftur úr villtum kræklingum, sykurþara, sveppum og reyktum fiski til að gera úr soð eða sósugrunn. Þá selja þau Harðfisk furikake-krydd sem sagt er bæði fæðubótarefni og gott út á heit hrísgrjón til að auka næringargildi þeirra og gera þau lystugri.

Nú síðast kom á innanlandsmarkað varan Þara Frækex, hágæða snakk sem sagt er sameina þara og fræ, þróað með sjálfbærum og náttúrulegum áherslum. Sjá má á vefsíðu fyrirtækisins hvar vörurnar fást í verslunum.

Framleiðendur segja mikla áherslu lagða á heilnæmi vörunnar; hún innihaldi engin aukaefni, auk þess sem umhverfisáhrif séu takmörkuð til hins ýtrasta.

Nú er í þróun bæði þarasnakk og sósa, að sögn Jamie. Jafnframt er í þróun áburður fyrir grænmetisog ávaxtaræktun, sem framleiddur er á staðnum til að gjörnýta alla þarauppskeruna á sjálfbæran hátt.

Þang og þari eru ekki aðeins meinholl, heldur einnig mjög atvinnuskapandi.

Glöggt er gests augað

Hin kínversk-bandaríska Jamie flutti til Íslands árið 2016 eftir að hafa ferðast víða og búið í San Francisco og Hong Kong. Hún kom fyrst til landsins sem ferðamaður árið 2014 og ákvað síðar að setjast að á Vestfjörðum til að læra auðlindastjórnun sjávar. Þar hóf hún rannsóknir á sjálfbærri þararækt, eftir að hafa komist að því að meirihluti þaraframleiðslu í Evrópu byggir á uppskeru villtra þaraskóga.

Hún lauk meistaragráðu í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða og stofnaði fyrirtækið Fine Foods Íslandica í Króksfjarðarnesi árið 2021. Fyrsta uppskeran úr tilraunaræktun hófst árið 2020 og fyrsta varan, súpuduft úr kræklingi og þara, var kynnt fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...