Eva og Óskar eiga það sameiginlegt að elska fjöllin, náttúruna og frelsið.
Eva og Óskar eiga það sameiginlegt að elska fjöllin, náttúruna og frelsið.
Mynd / Aðsend
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í Mosfellsdal eru að gera spennandi hluti með fyrirtækið sitt, sem heitir Arctic Trailblazers.

Þau eiga það sameiginlegt að elska fjöllin, náttúruna og frelsið, sem fylgir því að hjóla á torfæruhjólum.

Þau stofnuðu fyrirtækið fyrir um tveimur árum en það sérhæfir sig í leiðsögn á mótorhjólum, bæði torfæruhjólum yfir sumartímann og snjóhjólum síðla vetrar og á vorin. Allar ferðirnar eru fyrir einstaklinga og litla hópa þar sem hver dagur er sniðinn að væntingum og reynslu hvers viðskiptavinar.

„Sérstaða okkar felst annars vegar í því að bjóða eingöngu sérsniðnar einkaferðir og hins vegar í því að bjóða upp á spennandi snjóhjólaferðir, sem aðeins örfáir staðir í heiminum geta boðið. Snjóhjól eru breytt torfæruhjól þar sem skíði og belti eru sett í stað dekkja. Þau bjóða upp á einstaka upplifun þar sem þau gera fólki kleift að fara hátt upp í fjöllin, takast á við krefjandi landslag og jafnvel stöðva í miklum bratta. Það skapar ógleymanlega, ögrandi og algjörlega einstaka upplifun,“ segir Eva.

Mjög góðar viðtökur

Eva segir að viðtökur við þjónustu þeirra Óskars hafi verið mjög góðar. „Já, við höfum fengið mjög góðar viðtökur og áhuga, sérstaklega á snjóhjólunum. Flestir sem koma til okkar eru pör, feðgar eða vinahópar. Upplifunin er alltaf mjög sterk því það er fátt sem jafnast á við að vera uppi á hálendi á hjóli í góðum félagsskap og upplifa þessa ótrúlegu tengingu við sjálfan sig og náttúruna,“ segir hún.

Veður og aðstæður spila stórt hlutverk

En hvort er vinsælla, torfæruhjólin eða snjóhjólin, og fara þau alltaf sömu leiðirnar með fólk eða eru margar mismunandi leiðir í boði?

„Við sérsníðum allar okkar einkaferðir og leiðarval ræðst ávallt af óskum og getu viðskiptavinarins. Okkur er mjög annt um að öllum líði vel og að upplifunin sé afslöppuð og ánægjuleg. Veður og aðstæður spila einnig stórt hlutverk og stundum er einfaldlega best að setja snjóhjólin á kerru og bruna á Tröllaskaga til að komast í snjó,“ segir Eva og bætir við: „Hingað til hafa torfæruhjólin verið vinsælli, meðal annars vegna þess að snjóhjólatímabilið er styttra og sportið mun veðurháðara. Þá hafa margir hvorki séð snjóhjól né vita mikið um þau. Ef fólk vissi bara hversu sturlað það er að hjóla á snjóhjólum, þá væru þau líklega orðin vinsælli en torfæruhjólin.“

Spennt fyrir framtíðinni

Eva segir að nýtt ár leggist vel í þau Óskar með fyrirtækið sitt því þau finni greinilega fyrir auknum áhuga og eftirspurn.

„Það tekur tíma að koma sér á kortið en við erum fullviss um að svona persónulegar einkaferðir eigi vel við ferðamenn sem eru að leita að því að upplifa eitthvað einstakt og óhefðbundið á Íslandi. Við erum mjög spennt fyrir framtíðinni og þakklát fyrir móttökurnar og þann áhuga sem við höfum fengið.

Okkur finnst algjör forréttindi að fá að deila hálendinu og þessari ástríðu með fólki og skapa minningar sem lifa lengi,“ segir Eva.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.