Gilsá sameinast Selfljóti á Hjaltastaðaþinghá. Selfljót fellur til hafs
neðan við Unaós við Héraðsflóa.
Gilsá sameinast Selfljóti á Hjaltastaðaþinghá. Selfljót fellur til hafs neðan við Unaós við Héraðsflóa.
Mynd / Bromr - Wikimedia
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarlega í Gilsá í Eiðaþinghá. Virkjunin hefur fengið vinnuheitið Gilsárvirkjun og verður tengd við dreifikerfi RARIK.

Framkvæmdin felur í sér stíflu, miðlunarlón, stöðvarhús, lagningu vegslóða, lagningu aðrennslispípu og safnlagna. Fallhæð verður 277 metrar og rennslið þrír rúmmetrar á sekúndu. Opið var fyrir athugasemdir í skipulagsgátt til 13. janúar.

Útfærsla virkjunarinnar byggist á rennslismælingum Gilsár, sem hefur verið mæld frá árinu 2013. Samkvæmt niðurstöðum mælinga mun virkjunin taka mest allt rennsli árinnar frá því í október og fram í apríl. Frá maí og fram í september er áætlað að vatn renni um yfirfall virkjunarinnar og hinn hefðbundna farveg niður Gilsárdal.

Í athugasemdum um málið er ítrekað að virkjunin muni hafa neikvæð áhrif á rennsli Gilsár og þar með lífríki árinnar og takmarka nýtingu hennar til veiða. Fiskgeng svæði eru strax fyrir neðan skipulagssvæðið og kallar Veiðifélag Selfljóts eftir því að óskað verði eftir heimild frá Umhverfis- og orkustofnun vegna breytinga á vatnshlotum áður en málið verður tekið lengra.

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...