Skjámynd af nýju mælaborði Bændasamtaka Íslands.
Skjámynd af nýju mælaborði Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að veita greinargott yfirlit yfir innflutning landbúnaðarafurða í samhengi við innlenda framleiðslu.

Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur BÍ, segir tilganginn með mælaborðinu vera að styrkja hagsmunagæslu bænda. Mikilvægt sé að bændur hafi gott aðgengi að upplýsingum sem sýni skýra mynd af þróun í innflutningi búvara. Harpa segir að það hafi verið snúið að nálgast samanburðarupplýsingar um innlenda framleiðslu og innflutning. Með mælaborðinu sé hins vegar mögulegt að fá skýra mynd af innflutningi eftir ýmsum búvöruflokkum, eins og grænmeti, kjöt og mjólkurafurðum.

Einnig megi nálgast nánari upplýsingar um tiltekin grunnatriði varðandi innflutning, eins og hvernig vörurnar eru tollskrárflokkaðar, en það getur verið misjafnt eftir eðli og vinnslu afurða.

Mælaborðið er aðgengilegt í gegnum Mínar síður á vefnum www.bondi.is.

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...