Í nýrri reglugerð á að skýra flokkun dýrasjúkdóma og herða eftirlit. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint
Í nýrri reglugerð á að skýra flokkun dýrasjúkdóma og herða eftirlit. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint
Mynd / Pixabay
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og skráningarskyldra dýrasjúkdóma og smitefna í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmiðið er að tryggja skýra flokkun sjúkdóma eftir alvarleika, skilgreina tilkynningar- og skráningarskyldu og setja fram aðgerðir til að hindra útbreiðslu og vinna að útrýmingu þegar við á. Reglugerðin gildir um smitsjúkdóma og smitefni sem greinast í dýrum eða umhverfi, og tekur einnig til áður óþekktra sjúkdóma sem upp kunna að koma.

Árið 2014 var lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993 breytt á þann hátt að ráðherra skyldi setja í reglugerð lista yfir sjúkdóma í dýrum en fyrir lagabreytinguna voru dýrasjúkdómar tilgreindir í viðauka við lögin. Reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma nr. 52/2014 var sett í kjölfar lagabreytingarinnar, en án efnislegrar uppfærslu á sjúkdómalistunum. Sjúkdómalistunum hafði verið breytt síðast með lögum árið 2001 og er því núgildandi sjúkdómalisti orðinn 24 ára gamall.

Flokkun og viðbrögð

Tilkynningarskyldir sjúkdómar eru flokkaðir í tvo meginflokka. Fyrsti flokkurinn nær til mjög alvarlegra sjúkdóma sem krefjast tafarlausra aðgerða til útrýmingar, þar á meðal gin- og klaufaveiki, hundaæðis, miltisbrands og fuglainflúensu. Annar flokkurinn tekur til sjúkdóma sem þarf að halda í skefjum eða útrýma, svo sem blátungu, garnaveiki og salmonellusýkingar. Skráningarskyldir sjúkdómar, sem taldir eru upp í viðauka II, eru landlægir eða taldir hafa minni áhrif, en mikilvægt er að fylgjast með útbreiðslu þeirra til að bregðast við ef tíðni eykst.

Eftirlit og gildistaka

Reglugerðardrögin kveða á um tafarlausar varúðarráðstafanir ef grunur vaknar um tilkynningarskyldan sjúkdóm, þar á meðal einangrun og tilkynningu til Matvælastofnunar. Stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar og getur lagt til breytingar á flokkun sjúkdóma ef ný vísindagögn liggja fyrir.

Málið verður í samráðsgátt til 26. janúar.

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...