Mata fékk mest af tollkvótanum fyrir óunnar kjötvörur sem var í boði til innflutnings frá Evrópusambandinu. Myndin er frá kjötborði Kjötkompanís, en félagið fékk átta tonna nautakjötskvóta úthlutað.
Mata fékk mest af tollkvótanum fyrir óunnar kjötvörur sem var í boði til innflutnings frá Evrópusambandinu. Myndin er frá kjötborði Kjötkompanís, en félagið fékk átta tonna nautakjötskvóta úthlutað.
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir tímabilið 1. janúar 2026 til 30. júní 2026 og fær Mata langmest af kvótanum fyrir óunnar kjötvörur, eða rúm 300 tonn. Næstmest fær Háihólmi, rúm 168 tonn, og síðan LL42 sem fær rúm 157 tonn.

Mata fær mest af svína- og alifuglakjöti. Á vef fyrirtækisins Mata er starfsemin sögð felast í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Þar segir að það sé dótturfyrirtæki Langasjávar, en systurfélögin séu Matfugl, sem sé einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi, Síld og fiskur, sem sé einnig þekktasti framleiðandi á kjötáleggi og grísakjöti undir merkjum Ali, og Salathúsið sem framleiði salattegundir. Í fyrirtækjaskrá eru Guðný Edda Gísladóttir, Eggert Árni Gíslason og Halldór Páll Gíslason skráðir eigendur Mata.

Háihólmi fær úr öllum kjötflokkum

Háihólmi fær umtalsvert magn kjötkvóta í öllum þremur kjöttegundunum. Í fyrirtækjaskrá er Birgir Karl Ólafsson skráður forráðamaður og eigandi með 100% eignarhlut.

Fyrirtækinu LL42 er úthlutað kvótum í svína- og alifuglakjöti. Í fyrirtækjaskrá er Geir Gunnar Geirsson skráður forráðamaður og eigandi með 50% eignarhlut en hann er einnig forstjóri Stjörnugríss.Nathan & Olsen fær rúmlega 140 tonn af nauta- og alifuglakjöti. Björg Fenger er skráður stjórnarformaður Nathan í fyrirtækjaskrá og annar eigenda ásamt Ara Fenger.

Útboðsgjald 760 krónur fyrir nautakjöt

Útboðsgjald tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, sem telst þá til jafnvægisverðs.

Fyrir kíló af nautakjöti reiknast jafnvægisverðið 760 krónur, 380 krónur á hvert kíló af svínakjöti, 620 krónur á kíló alifuglakjöts og 460 krónur fyrir kílóið af alifuglakjöti í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Skylt efni: tollkvótar

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum
Fréttir 15. janúar 2026

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum

Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi sem hefur það að markmiði að út...

Tap rúmar 12 krónur á lítrann
Fréttir 15. janúar 2026

Tap rúmar 12 krónur á lítrann

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) yfir rekstrarafkomu kúabúa á...