Nautgripabóndi hefur verið dæmdur fyrir stórfellda vanrækslu á dýrum sínum á meðan hann var í miklu andlegu ójafnvægi. Mynd tengist frétt ekki beint.
Nautgripabóndi hefur verið dæmdur fyrir stórfellda vanrækslu á dýrum sínum á meðan hann var í miklu andlegu ójafnvægi. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir stórfellt brot á lögum um velferð dýra.

Í dómnum, sem kveðinn var upp 25. nóvember, kemur fram að bóndinn hafi vanrækt umönnunarskyldur sínar með þeim afleiðingum að 29 gripir voru dauðir þegar lögregla og dýralæknir komu á vettvang. Auk þess þurfti að aflífa 21 grip á staðnum og senda 28 gripi til neyðarslátrunar. Bóndinn mun hafa látið hjá líða að tryggja nautgripunum aðgang að fóðri og vatni. Eins mun hann hafa yfirgefið veika gripi í bjargarlausu ástandi og ekki tryggt að þeir fengju læknismeðferð eða væru aflífaðir.

Dómurinn hefur ekki verið birtur opinberlega og er búið að afmá allar persónugreinanlegar upplýsingar í þeim afritum sem send hafa verið á fjölmiðla. Er það gert í ljósi þess að opinber útgáfa dómsins yrði dómfellda afar þungbær. Brotin munu hafa átt sér stað á árunum 2022 til 2024 og segir í dómnum að ákærði hafi verið í miklu andlegu ójafnvægi sem tengdist krefjandi aðstæðum hjá honum.

Bóndinn hefur verið sviptur heimild til að hafa dýr í sinni umsjá í fimm ár. Ekki þótti réttlætanlegt að banna honum að halda dýr lengur þar sem um er að ræða takmörkun á atvinnuréttindum sem njóta verndar samkvæmt stjórnarskrá. Í dómnum segir að skýlaus játning ákærða hafi verið honum til málsbóta. Þar kemur jafnframt fram að dómþoli hafi leitast við að vinna úr sínum málum.

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum
Fréttir 15. janúar 2026

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum

Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi sem hefur það að markmiði að út...

Tap rúmar 12 krónur á lítrann
Fréttir 15. janúar 2026

Tap rúmar 12 krónur á lítrann

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) yfir rekstrarafkomu kúabúa á...