2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Höfundur: Þröstur Helgason

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu.

Árið 2025 hefur einkennst af miklum hlýindum. Hiti var vel yfir meðallagi alla mánuði ársins, nema í janúar, júní, október og nóvember. Maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga, júlí var hlýjasti júlímánuðurinn (ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr) og desember var þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga.

Vorið (apríl og maí) var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið á landsvísu. Hitabylgjan í maí, sem stóð yfir dagana 13.–22. maí, var sú mesta sem vitað er um í maímánuði.

Ný hámarkshitamet voru einnig sett í einstökum mánuðum. 

  • Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí.
  • Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst.
  • Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember.

Árið var það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár, allt frá árinu 1845.

Þar hafði árið 2016 áður verið það hlýjasta. Af þeim stöðvum sem hafa mælt hvað lengst var árið einnig það hlýjasta í Reykjavík (af 155 árum ), Bolungarvík (af 128 árum), Grímsstöðum á Fjöllum (af 119 árum), Dalatanga (af 71 ári) og Stórhöfða (af 149 árum) og næsthlýjasta árið á Egilsstöðum (af 71 ári), Teigarhorni (af 152 árum) og Keflavíkurflugvelli (af 74) árum.

Á þessum stöðvum voru það ýmist árin 2014, 2016 eða 2003 sem voru áður þau hlýjustu eða álíka hlý, mismunandi eftir landshlutum.

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum
Fréttir 15. janúar 2026

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum

Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi sem hefur það að markmiði að út...