Mata fær langmest af kjötkvóta
Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir tímabilið 1. janúar 2026 til 30. júní 2026 og fær Mata langmest af kvótanum fyrir óunnar kjötvörur, eða rúm 300 tonn. Næstmest fær Háihólmi, rúm 168 tonn, og síðan LL42 sem fær rúm 157 tonn.





















