Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Enskur cheddar-ostur.
Enskur cheddar-ostur.
Mynd / Sigmund - Unsplash
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á land­búnaðar­afurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. KFC fær allan kjötkvótann sem í boði var, eða 18.000 kíló, á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Fyrirtækið fær auk þess stærstan hluta af osti og ystingi, 14.750 kíló á meðalverðinu 585 krónur á kílóið.

Um þrjá vöruliði var að ræða sem útboðið náði til; ostar og ystingar (vöruliður nr. 0406) , ostar og ystingar (vöruliður nr. ex 0406), sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og matvæli og annað kjöt, unnið eða varið skemmdum (vöruliður nr.1602).

Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings úr síðasttalda vöruliðnum, en tilboði var einungis tekið frá KFC, sem áður segir, um innflutning á 18.000 kílóum á meðalverðinu 599 krónur á kílóið.

Stærstan hluta af ostum og ystingi úr vöruliðnum ex 0406 fékk Krónan, eða alls 3.300 kíló, en úthlutað var með hlutkesti samkvæmt reglugerð. Mjólkursamsalan fékk næstmest, 2.750 kíló. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...