Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enskur cheddar-ostur.
Enskur cheddar-ostur.
Mynd / Sigmund - Unsplash
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á land­búnaðar­afurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. KFC fær allan kjötkvótann sem í boði var, eða 18.000 kíló, á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Fyrirtækið fær auk þess stærstan hluta af osti og ystingi, 14.750 kíló á meðalverðinu 585 krónur á kílóið.

Um þrjá vöruliði var að ræða sem útboðið náði til; ostar og ystingar (vöruliður nr. 0406) , ostar og ystingar (vöruliður nr. ex 0406), sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og matvæli og annað kjöt, unnið eða varið skemmdum (vöruliður nr.1602).

Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings úr síðasttalda vöruliðnum, en tilboði var einungis tekið frá KFC, sem áður segir, um innflutning á 18.000 kílóum á meðalverðinu 599 krónur á kílóið.

Stærstan hluta af ostum og ystingi úr vöruliðnum ex 0406 fékk Krónan, eða alls 3.300 kíló, en úthlutað var með hlutkesti samkvæmt reglugerð. Mjólkursamsalan fékk næstmest, 2.750 kíló. 

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...