Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enskur cheddar-ostur.
Enskur cheddar-ostur.
Mynd / Sigmund - Unsplash
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á land­búnaðar­afurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. KFC fær allan kjötkvótann sem í boði var, eða 18.000 kíló, á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Fyrirtækið fær auk þess stærstan hluta af osti og ystingi, 14.750 kíló á meðalverðinu 585 krónur á kílóið.

Um þrjá vöruliði var að ræða sem útboðið náði til; ostar og ystingar (vöruliður nr. 0406) , ostar og ystingar (vöruliður nr. ex 0406), sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og matvæli og annað kjöt, unnið eða varið skemmdum (vöruliður nr.1602).

Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings úr síðasttalda vöruliðnum, en tilboði var einungis tekið frá KFC, sem áður segir, um innflutning á 18.000 kílóum á meðalverðinu 599 krónur á kílóið.

Stærstan hluta af ostum og ystingi úr vöruliðnum ex 0406 fékk Krónan, eða alls 3.300 kíló, en úthlutað var með hlutkesti samkvæmt reglugerð. Mjólkursamsalan fékk næstmest, 2.750 kíló. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...