Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Opnun tollkvóta gerir íslenskum svínabændum mjög erfitt fyrir
Fréttir 7. nóvember 2016

Opnun tollkvóta gerir íslenskum svínabændum mjög erfitt fyrir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Met hefur þegar verið slegið í innflutningi á svínakjöti á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var búið að flytja inn 725 tonn af svínakjöti sem er 186 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 166 tonnum meira en allt árið í fyrra.

Enn mun bætast talsvert við því opið var fyrir innflutning á svínakjöti á lægri tollum í október og verður áfram til 27. nóvember. Innflutningur í september nam 144 tonnum, þar af 114 tonn af hráefni í beikon.

Þetta jafngildir 240 tonnum af svínakjöti. Á sama tíma keppast bændur við að endurnýja framleiðsluaðstöðu til að mæta hertum aðbúnaðarkröfum.

Bændasamtök Íslands og Svínaræktarfélag Íslands telja að ekki hafi verið sýnt framá með hlutlægum hætti að sá skortur sé á svínakjöti nú um þessar mundir að það réttlæti þessa viðamiklu opnun fyrir innflutning á lægri tollum en almennt er. Möguleg vöntun á afmörkuðum vörutegundum réttlæti engan veginn að ráðist sé í svo víðtæka breytingu þótt tímabundin sé.

Veldur svínabændum klárlega búsifjum

Björgvin Jón Bjarnason, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að innflutningur á svínakjöti valdi svínabændum klárlega búsifjum og heldur afurðaverði til þeirra niðri.

„Þetta á sérstaklega við þegar er verið að flytja inn kjöt sem við hæglega getum og erum að framleiða. Eftirspurnin er mismunandi eftir árstíðum og kjöthlutum. Síður eru til dæmis vinsælar í dag og miðað við þann húsafjölda sem við erum með getum við ekki annað þeirri eftirspurninni. Innflutningurinn er því að mæta ákveðinni þörf. Á sama tíma seljast ekki aðrir skrokkhlutar og þeir hlaðast upp í frystigeymslum.“
Bændasamtök Íslands fengu til umsagnar drög að reglugerð um almenna heimild til innflutnings með opnum tollkvótum á beinlausu svínakjöti. Var erindið dagsett 21. október sl., en ljóst var að ef ráðherra hefði fallist á tillögu nefndarinnar yrði með reglugerðinni opnað fyrir innflutning á öllum tollflokkum af beinlausu svínakjöti nema lundum og svínahakki.  Það gerir svínabændum enn erfiðara fyrir við að gera þær breytingar á búum sínum sem krafist er af opinberum aðilum.

Endurskoða þarf verklag

Bændasamtökin leituðu álits Svínaræktarfélags Íslands við frekari opnun tollkvóta. Taka samtökin undir þá skoðun Svínaræktarfélags Íslands sem fram kemur í tölvupósti félagsins 12. október sl. um að endurskoða þurfi verklag við afgreiðslu erinda til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara. 

Nauðsynlegt er að styðjast við raungögn við afgreiðslu slíkra erinda. Bent er á að sölutölur afurða séu opinber gögn. Því ætti að vera hægt að nálgast birgðastöðu afurðastöðva og framleiðsluáætlanir svínabænda. Þá sé eðlilegt að ráðgjafarnefndin afli sér nákvæmra upplýsinga um fjölda grísa í uppeldi og eftir aldri hjá framleiðendum auk fjölda fenginna gylta. Með þessi gögn í höndum ætti nefndin að hafa raunveruleg tól til að meðhöndla þau erindi sem henni berast.  Meðan þetta verklag sé ekki viðhaft verði hætta á því að þeir sem vilja flytja inn kjöt geti fengið sínu framgengt með því einu að senda inn nógu margar og umfangsmiklar beiðnir til innflutnings. 

Kröfur verði gerðar um heilnæmi innflutts kjöts

Bændasamtökin árétta fyrri sjónarmið um að leitað verði allra leiða til að setja um þennan innflutning reglur sem tryggja að innfluttar síður komi eingöngu frá löndum þar sem sambærilegar kröfur eru gerðar til heilnæmis afurða og dýravelferðar (t.d. ekkert MRSA-smit, sambærileg notkun ­sýklalyfja, engar geldingar framkvæmdar af bændum).  MAST ætti að geta verið ráðgjafarnefndinni innan handar við öflun upplýsinga varðandi þennan lið. /

Skylt efni: Svínarækt | tollkvótar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...