Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Opnun tollkvóta gerir íslenskum svínabændum mjög erfitt fyrir
Fréttir 7. nóvember 2016

Opnun tollkvóta gerir íslenskum svínabændum mjög erfitt fyrir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Met hefur þegar verið slegið í innflutningi á svínakjöti á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var búið að flytja inn 725 tonn af svínakjöti sem er 186 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 166 tonnum meira en allt árið í fyrra.

Enn mun bætast talsvert við því opið var fyrir innflutning á svínakjöti á lægri tollum í október og verður áfram til 27. nóvember. Innflutningur í september nam 144 tonnum, þar af 114 tonn af hráefni í beikon.

Þetta jafngildir 240 tonnum af svínakjöti. Á sama tíma keppast bændur við að endurnýja framleiðsluaðstöðu til að mæta hertum aðbúnaðarkröfum.

Bændasamtök Íslands og Svínaræktarfélag Íslands telja að ekki hafi verið sýnt framá með hlutlægum hætti að sá skortur sé á svínakjöti nú um þessar mundir að það réttlæti þessa viðamiklu opnun fyrir innflutning á lægri tollum en almennt er. Möguleg vöntun á afmörkuðum vörutegundum réttlæti engan veginn að ráðist sé í svo víðtæka breytingu þótt tímabundin sé.

Veldur svínabændum klárlega búsifjum

Björgvin Jón Bjarnason, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að innflutningur á svínakjöti valdi svínabændum klárlega búsifjum og heldur afurðaverði til þeirra niðri.

„Þetta á sérstaklega við þegar er verið að flytja inn kjöt sem við hæglega getum og erum að framleiða. Eftirspurnin er mismunandi eftir árstíðum og kjöthlutum. Síður eru til dæmis vinsælar í dag og miðað við þann húsafjölda sem við erum með getum við ekki annað þeirri eftirspurninni. Innflutningurinn er því að mæta ákveðinni þörf. Á sama tíma seljast ekki aðrir skrokkhlutar og þeir hlaðast upp í frystigeymslum.“
Bændasamtök Íslands fengu til umsagnar drög að reglugerð um almenna heimild til innflutnings með opnum tollkvótum á beinlausu svínakjöti. Var erindið dagsett 21. október sl., en ljóst var að ef ráðherra hefði fallist á tillögu nefndarinnar yrði með reglugerðinni opnað fyrir innflutning á öllum tollflokkum af beinlausu svínakjöti nema lundum og svínahakki.  Það gerir svínabændum enn erfiðara fyrir við að gera þær breytingar á búum sínum sem krafist er af opinberum aðilum.

Endurskoða þarf verklag

Bændasamtökin leituðu álits Svínaræktarfélags Íslands við frekari opnun tollkvóta. Taka samtökin undir þá skoðun Svínaræktarfélags Íslands sem fram kemur í tölvupósti félagsins 12. október sl. um að endurskoða þurfi verklag við afgreiðslu erinda til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara. 

Nauðsynlegt er að styðjast við raungögn við afgreiðslu slíkra erinda. Bent er á að sölutölur afurða séu opinber gögn. Því ætti að vera hægt að nálgast birgðastöðu afurðastöðva og framleiðsluáætlanir svínabænda. Þá sé eðlilegt að ráðgjafarnefndin afli sér nákvæmra upplýsinga um fjölda grísa í uppeldi og eftir aldri hjá framleiðendum auk fjölda fenginna gylta. Með þessi gögn í höndum ætti nefndin að hafa raunveruleg tól til að meðhöndla þau erindi sem henni berast.  Meðan þetta verklag sé ekki viðhaft verði hætta á því að þeir sem vilja flytja inn kjöt geti fengið sínu framgengt með því einu að senda inn nógu margar og umfangsmiklar beiðnir til innflutnings. 

Kröfur verði gerðar um heilnæmi innflutts kjöts

Bændasamtökin árétta fyrri sjónarmið um að leitað verði allra leiða til að setja um þennan innflutning reglur sem tryggja að innfluttar síður komi eingöngu frá löndum þar sem sambærilegar kröfur eru gerðar til heilnæmis afurða og dýravelferðar (t.d. ekkert MRSA-smit, sambærileg notkun ­sýklalyfja, engar geldingar framkvæmdar af bændum).  MAST ætti að geta verið ráðgjafarnefndinni innan handar við öflun upplýsinga varðandi þennan lið. /

Skylt efni: Svínarækt | tollkvótar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...