„Tollverndin er alfa og ómega fyrir okkur“
Svínarækt á Íslandi stendur á tímamótum. Eftirspurn eftir svínakjöti hefur stöðugt verið að aukast, en framleiðslan hefur nánast staðið í stað í áratugi. Á sama tíma glíma svínabændur við hátt vaxtastig, brotakennda tollvernd og skort á stefnu í landbúnaðarmálum.






















