Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Engir alvarlegir sjúkdómar komu upp í fyrra hjá svínabændum
Fréttir 8. september 2015

Engir alvarlegir sjúkdómar komu upp í fyrra hjá svínabændum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á landinu eru starfandi 12 svínaframleiðendur sem reka 21 svínabú/starfsstöð víðs vegar um landið. Færst hefur í aukana að einstaklingar kaupi sér eitt eða nokkur svín til eldis, þá helst yfir sumartímann. Alls eru tæp 30.000 svín á landinu auk smágrísa.
 
Samkvæmt starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014 komu engir alvarlegir sjúkdómar upp á árinu. Sjúkdómastaða á svínabúum var nokkuð góð á árinu líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sjúkdóma sem koma reglulega upp eru skita hjá smágrísum og fráfærugrísum, auk brjósthimnubólgu, lungnabólgu, liðabólgu og fleira. 
 
Nákvæm heilbrigðisskoðun
 
Í sláturhúsum fer fram sjúkdómaeftirlit. Svínin eru skoðuð af héraðs- eða eftirlitsdýralækni fyrir og eftir aflífun, þ.e. líffæri og skrokkar eru heilbrigðisskoðaðir. Við heilbrigðisskoðun í sláturhúsum ber mest á kregðu, langvinnri brjósthimnubólgu og langvinnri gollurhússbólgu.
 
Í skýrslu MAST 2014 kemur fram að á árinu hafi verið tekin sýni til skimunar á svínainflúensu H1N1, svínainflúensu H3N3, PRRS-veiki og Aujeszky‘s. Mótefni gegn svínainflúensu H1N1 og H3N2 greindust á flestum svínabúum landsins en engin svín á búunum sýndu einkenni sjúkdómsins. Mótefni gegn svínainflúensu H1N1 og H3N2 hafa áður greinst hér á landi.
 
Á árinu var tvisvar sinnum flutt inn djúpfryst svínasæði frá Noregi, alls 361 skammtur. Sæðið er úr tegundunum Duroc, Yorkshire og Landrace og er notað til kynbóta á flestum svínabúum landsins. Sæðið er flutt inn til notkunar beint á svínabúunum og gekk allur innflutningur vel. Engar grunsemdir vöknuðu á árinu um að smitsjúkdómar hefðu borist með innfluttu sæði til landsins.
 
Auknar kröfur um dýravelferð
 
Í lok árs kom út ný reglugerð um velferð svína (nr. 1276/2014). Reglugerðin gefur svínabændum svigrúm til 10 ára til að framfylgja kröfum reglugerðarinnar ef aðstæður eru þannig að kostnaðarsamt sé að uppfylla þær. Breytingar úr básahaldi yfir í lausagöngu falla þar undir, en þó með þeim fyrirvara að básarnir þrengi ekki um of að gyltunum. Þessi frestur er háður því að svínabændur skili inn tímasettri úrbótaáætlun og kostnaðarmati til Matvælastofnunar. 
 
 
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...