Heilbrigð mold í frískum borgum
Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli á mikilvægi jarðvegs fyrir líf á jörðinni.
Þema ársins 2025 er „Heilbrigður jarðvegur fyrir frískar borgir“, með áherslu á hlutverk jarðvegs í borgum og áskoranir vegna jarðvegslokunar og mengunar.
Talið er að um tveir þriðju hlutar mannkyns munu búa í borgum árið 2050, en þegar jarðvegur er þakinn malbiki eða steypu tapast, skv. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), lífsnauðsynleg vistkerfisþjónusta svo sem vatnssíun, kolefnisbinding, hitastýring og líffræðileg fjölbreytni.
Verulegar áhyggjur er af ástandi jarðvegs á Jörðinni. Um 33% jarðvegs heimsins hefur þegar rýrnað að hættumörkum. Árlega tapast um 75 milljarðar tonna af frjósömum jarðvegi vegna rofs, sem veldur efnahagslegu tjóni sem nemur um 400 milljörðum Bandaríkjadollara. Ef ekkert er að gert gætu 90% landsvæða heimsins verið orðin skemmd að einhverju marki árið 2050, sem hefði bein áhrif á fæðuöryggi 3,2 milljarða manna, skv. greiningum frá FAO og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Í tilefni dagsins hvetur FAO til aðgerða: afþéttingar jarðvegs, grænna þaka, borgargróðurs, jarðgerðar og sjálfbærrar skipulagningar. Markmiðið er að endurheimta jarðveg sem grunn fyrir loftslagsaðgerðir, lýðheilsu og fæðuöryggi.
FAO heldur alþjóðlega hátíð í tilefni dagsins, með veitingu Glinkajarðvegsviðurkenningarinnar og fræðsluátaki sem nær til borgarstjóra, vísindamanna og almennings
