Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum við sauðfjárbændur á síðasta ári vegna ullarinnleggs.

Nú í byrjun nýs árs hefur félagið greitt alls 90 milljónir króna til bænda, sem er um 42% af heildarskuldinni.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þurfti ekki að taka lán fyrir þessum greiðslum til bænda heldur hafi fjármagnið komið úr rekstrinum en sala á handprjónabandi til Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs glæddist aðeins í lok síðasta árs.

Greiðslum skipt í hlutfalli við innlegg

Var þessum 90 milljónum skipt á milli allra ullarinnleggjenda í hlutfalli við innlegg fyrir bæði haust- og vetrarull. Í tilkynningu til bænda segir að gott sé að geta byrjað að greiða niður skuldirnar og áfram verði unnið að því að flýta þeim greiðslum. Tímabilið hafi verið erfitt og mikil vinna sé fram undan til að ná jafnvægi. Áfram verði greitt til bænda um leið og svigrúm til þess hafi skapast.

Sala til Bandaríkjanna og Finnlands sé enn óvenju lítil, en það eru mikilvægir markaðir fyrir vörur Ístex. Sala á handprjónabandi á Íslandi hefur verið sambærileg fyrri árum, en metsala á ullarsængum.

Samdráttur í sölu

Ástæða rekstrarvandans var aðallega samdráttur í sölu á vörum félagsins. Á upplýsingafundi um rekstrarvandann sem haldinn var með bændum 14. október útskýrði Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins, að hluti vandans væri einnig sá að á árunum 2023 og 2024 hafi verið ráðist í fjárfestingar í tækjabúnaði til að mæta þeirri sívaxandi eftirspurn sem var á þeim tíma.

Í máli Gunnars kom fram að vegna fjárhagsvandans hafi Ístex þurft að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr framleiðslu til að minnka framleiðslukostnað.

Skylt efni: Ístex

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...