Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Forsvarsmenn þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk eru hér í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi þar sem úthlutun fór fram.
Forsvarsmenn þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk eru hér í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi þar sem úthlutun fór fram.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögunum. Úthlutað var 11 milljónum króna samtals til 16 verkefna.

Reykhólahreppur er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir með áherslu á samfélagslega þróun í gegnum verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða.

Um mánaðamótin fór fyrsta úthlutunarathöfnin á vegum Frumkvæðissjóðs Fjársjóðs fjalla og fjarða fram í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi. Mæting var mjög góð að sögn forsvarsmanna og ríkti frábær stemning, gleði og mikill frumkvöðlakraftur. Alls barst 21 umsókn til nýsköpunarverkefna, þar sem sótt var um 59.794.374 krónur, og heildarkostnaður verkefnanna nemur 159.713.637 krónum.

Að þessu sinni hlutu 16 verkefni styrk, samtals 11 milljónir króna. Hæstu styrkina fengu UMF Afturelding, 1.250.000 kr., Laugavík hf. – Þaraböðin í Breiðafirði – Reykhólum, kr. 1.280.000 kr. og Ferðaþjónustan Djúpadal og Úr sveitinni ehf. hlutu eina milljón hvort fyrirtæki.

Verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða er unnið í samstarfi við Reykhólahrepp, Vestfjarðastofu og Byggðastofnun, með það að markmiði að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, virka þátttöku íbúa og framtíðarsýn íbúa sem birt er í sérstakri verkefnisáætlun.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...