Glýfosat er víða notað í kornrækt til að eyða illgresi.
Glýfosat er víða notað í kornrækt til að eyða illgresi.
Mynd / smh
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology frá árinu 2000 kom fram að heilsu manna stafaði ekki hætta af glýfosati, sem er virka efnið í illgresiseyðinum Roundup og eitt það útbreiddasta í landbúnaði á heimsvísu.

Um grundvallarniðurstöður var að ræða, en í ljósi nýrra upplýsinga um hlutdræg vinnubrögð við vinnslu hennar hefur tímaritið nýlega dregið birtingu hennar til baka.

Fjallað er um þessar vendingar nýlega í grein í New York Times (NYT). Þar segir að Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin hafi gefið það út á árinu 2015 að glýfosat væri líklega krabbameinsvaldandi hjá fólki. Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna álítur efnið hins vegar enn vera öruggt en vegna málaferla sem eru í gangi, af hálfu umhverfis-, matvælaöryggisog landbúnaðarhreyfinga, þarf stofnunin að endurskoða það álit á þessu ári.

Vísindamenn Monsanto unnu að rannsókninni

Þrír óháðir vísindamenn eru höfundar greinarinnar frá 2000, sem lengi hefur verið vitnað til meðal annarra vísindamanna sem rök fyrir skaðleysi Roundup og hefur legið til grundvallar útgáfu reglugerða. Í tengslum við önnur málaferli gegn Monsanto, framleiðanda illgresiseyðisins, hafa hins vegar komið fram gögn sem sýna að vísindamenn fyrirtækisins komu að miklu leyti að rannsóknarvinnunni.

Í yfirlýsingu frá tímaritinu sagði að komið hefðu í ljós alvarleg siðferðileg vafamál um sjálfstæði og ábyrgð skráðra höfunda greinarinnar. Að niðurstöður hennar væru byggðar að mestu á óbirtum rannsóknum frá Monsanto. Vísbendingar væru um að höfundarnir hefðu fengið greiðslur frá Monsanto fyrir vinnu sína.

Leifar fundist í brauði og morgunkorni

Í umfjöllun NYT kemur fram að leifar af glýfosati hafi fundist í matvælum eins og brauði, morgunkorni og fleiri vörum – og í þvagi bæði fullorðinna og barna. Merki séu hins vegar um að magn í matvælum hafi minnkað eftir að þrýstingur almennings leiddi til þess að sum jarðræktarfyrirtæki hættu að nota glýfosat skömmu fyrir uppskeru.

Haft er eftir dr. Philip J. Landrigan, barnalækni, faraldsfræðingi og forstöðumanni lýðheilsuáætlunar við Boston College, að um gríðarlega mikilvæga leiðréttingu sé að ræða. Í umfjölluninni segir að Landrigan hafi nýlega stýrt ráðgjafarnefnd fyrir alþjóðlega glýfosat-rannsókn, þar sem niðurstaðan var sú að jafnvel litlir skammtar af illgresiseyðum sem byggja á glýfosati hefðu valdið hvítblæði í rottum.

Skylt efni: glýfosat

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f