Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum
Mynd / Wikimedia commons / Alan Fryer
Fréttir 3. apríl 2017

Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum

Höfundur: Landbrugsavisen / ehg
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að notkun sýklalyfja hjá smágrísum minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur til af átaki fóðurframleiðenda og breskra svínabænda og hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri minnkað til muna síðastliðin þrjú ár.
 
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að árið 2014 var notað um 37 prósent af sýklalyfjum í seldu smágrísafóðri á meðan magnið hafði fallið niður í 18 prósent í lok síðasta árs. Tveir þriðju af þessari minnkun áttu sér stað árið 2016. Að hluta til er í stað sýklalyfja notað bætiefnið zinkoxid fyrir smágrísina í fóðrinu en einnig er mun meiri áhersla en áður á að ná niður sýklalyfjanotkuninni sem hefur haft sín áhrif.
 
Það sem hefur einnig hjálpað til er að á síðasta ári fór Félag svínabænda í Bretlandi í herferð um betri stjórnun á sýklalyfjum sem hefur hjálpað bændum við að minnka notkunina meðal annars með kvótum og takmörkun á notkun á verstu tegundum sýklalyfja.
Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f