Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum
Mynd / Wikimedia commons / Alan Fryer
Fréttir 3. apríl 2017

Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum

Höfundur: Landbrugsavisen / ehg
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að notkun sýklalyfja hjá smágrísum minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur til af átaki fóðurframleiðenda og breskra svínabænda og hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri minnkað til muna síðastliðin þrjú ár.
 
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að árið 2014 var notað um 37 prósent af sýklalyfjum í seldu smágrísafóðri á meðan magnið hafði fallið niður í 18 prósent í lok síðasta árs. Tveir þriðju af þessari minnkun áttu sér stað árið 2016. Að hluta til er í stað sýklalyfja notað bætiefnið zinkoxid fyrir smágrísina í fóðrinu en einnig er mun meiri áhersla en áður á að ná niður sýklalyfjanotkuninni sem hefur haft sín áhrif.
 
Það sem hefur einnig hjálpað til er að á síðasta ári fór Félag svínabænda í Bretlandi í herferð um betri stjórnun á sýklalyfjum sem hefur hjálpað bændum við að minnka notkunina meðal annars með kvótum og takmörkun á notkun á verstu tegundum sýklalyfja.
Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...