Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein í nýju Bændablaði í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja. Þar segir að í lögunum komi skýrt fram að ekki skuli beita sýklalyfjum reglulega sem fyrirbyggjandi aðferð gegn dýrasjúkdómum.