Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði ein sú minnsta meðal allra Evrópulanda. Aðeins Noregur gerir betur en Ísland í þessum efnum.

Þessi skýrsla staðfestir enn og aftur þá einstöku stöðu sem íslensk matvælaframleiðsla býr við. Svíþjóð er það land innan Evrópusambandsins sem er með minnstu notkun sýklalyfja, eða 11,1 mg/CPU, sem þó er þrisvar sinnum meiri notkun en á Íslandi.

Baráttan við sýklalyfjaónæmar bakteríur

Mikil sýklalyfjanotkun í landbúnaði, ekki síður en ofnotkun sýklalyfja hjá fólki, skiptir miklu máli varðandi myndun sýklalyfjaónæmra baktería sem er talin mesta heilsufarsógn mannkyns. Þegar sýklalyf duga ekki lengur til að fást við sýkingar í fólki, þá er í raun verið að færa heilbrigðiskerfið meira en öld aftur í tímann í baráttunni við sjúkdóma. Það hefur í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir þjóðfélögin, svo ekki sé talað um ómælt manntjón. Í dag látast tugir þúsunda á hverju ári í Evrópu vegna sýklalyfjaónæmra baktería.

Einstök heilbrigðisstaða íslensks búfjár

Meginástæðan fyrir þessum frábæra árangri sem náðst hefur í íslenskum landbúnaði er einstök heilbrigðisstaða íslensks búfjár. Að sama skapi eru líka reglur um notkun sýklalyfja strangar og markvisst unnið að því að gera enn betur. Þessi árangur er eftirsóknarverður í ljósi þess að sýklalyfjaónæmi er ein mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag.

Yfir 5.000 tonn selt af sýklalyfjum fyrir dýraeldi í 31 Evrópulandi

Í skýrslunni er skoðuð þróun á sölu sýklalyfja í 31 Evrópulandi á árunum 2010 til 2020. Þar kemur fram að á árinu 2019 nam heildarsala á sýklalyfjum til framleiðslu á matvælum í 31 Evrópulandi, þ.e. til landbúnaðar og fiskeldis, samtal 5.214,9 tonnum. Þar af var Spánn langefst með 1.007,2 tonn af sýklalyfjum. Í öðru sæti var Pólland með 840,6 tonn, þá Ítalía með 731,3 tonn, síðan Þýskaland með 654,5 tonn og Frakkland með 407,4 tonn. Frá öllum þessum löndum er töluvert flutt inn af landbúnaðarafurðum til Íslands, ekki hvað síst frá Spáni og Þýskalandi, sem þekkt eru fyrir sína nauta- og svínakjötsframleiðslu.

Langminnst selt af sýklalyfjum fyrir dýraeldi á Íslandi

Í magni sýklalyfja er langminnst selt á Íslandi, eða 0,5 tonn. Þá voru 4,7 tonn seld til dýraeldis í Noregi, 8,6 tonn í Svíþjóð, 9,4 tonn í Finnlandi og 87,7 tonn í Danmörku. /HKr.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...