Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði ein sú minnsta meðal allra Evrópulanda. Aðeins Noregur gerir betur en Ísland í þessum efnum.

Þessi skýrsla staðfestir enn og aftur þá einstöku stöðu sem íslensk matvælaframleiðsla býr við. Svíþjóð er það land innan Evrópusambandsins sem er með minnstu notkun sýklalyfja, eða 11,1 mg/CPU, sem þó er þrisvar sinnum meiri notkun en á Íslandi.

Baráttan við sýklalyfjaónæmar bakteríur

Mikil sýklalyfjanotkun í landbúnaði, ekki síður en ofnotkun sýklalyfja hjá fólki, skiptir miklu máli varðandi myndun sýklalyfjaónæmra baktería sem er talin mesta heilsufarsógn mannkyns. Þegar sýklalyf duga ekki lengur til að fást við sýkingar í fólki, þá er í raun verið að færa heilbrigðiskerfið meira en öld aftur í tímann í baráttunni við sjúkdóma. Það hefur í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir þjóðfélögin, svo ekki sé talað um ómælt manntjón. Í dag látast tugir þúsunda á hverju ári í Evrópu vegna sýklalyfjaónæmra baktería.

Einstök heilbrigðisstaða íslensks búfjár

Meginástæðan fyrir þessum frábæra árangri sem náðst hefur í íslenskum landbúnaði er einstök heilbrigðisstaða íslensks búfjár. Að sama skapi eru líka reglur um notkun sýklalyfja strangar og markvisst unnið að því að gera enn betur. Þessi árangur er eftirsóknarverður í ljósi þess að sýklalyfjaónæmi er ein mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag.

Yfir 5.000 tonn selt af sýklalyfjum fyrir dýraeldi í 31 Evrópulandi

Í skýrslunni er skoðuð þróun á sölu sýklalyfja í 31 Evrópulandi á árunum 2010 til 2020. Þar kemur fram að á árinu 2019 nam heildarsala á sýklalyfjum til framleiðslu á matvælum í 31 Evrópulandi, þ.e. til landbúnaðar og fiskeldis, samtal 5.214,9 tonnum. Þar af var Spánn langefst með 1.007,2 tonn af sýklalyfjum. Í öðru sæti var Pólland með 840,6 tonn, þá Ítalía með 731,3 tonn, síðan Þýskaland með 654,5 tonn og Frakkland með 407,4 tonn. Frá öllum þessum löndum er töluvert flutt inn af landbúnaðarafurðum til Íslands, ekki hvað síst frá Spáni og Þýskalandi, sem þekkt eru fyrir sína nauta- og svínakjötsframleiðslu.

Langminnst selt af sýklalyfjum fyrir dýraeldi á Íslandi

Í magni sýklalyfja er langminnst selt á Íslandi, eða 0,5 tonn. Þá voru 4,7 tonn seld til dýraeldis í Noregi, 8,6 tonn í Svíþjóð, 9,4 tonn í Finnlandi og 87,7 tonn í Danmörku. /HKr.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...