Fæðuöryggi með öflugum landbúnaði
Af vettvangi Bændasamtakana 5. desember 2025

Fæðuöryggi með öflugum landbúnaði

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Ísland er háð innflutningi á nær öllum sviðum samfélagsins, en fyrir okkur bændur skiptir þar einna mestu máli innflutningur á lykilhráefnum eins og áburði, sáðkorni, fóðri og lyfjum. Að ógleymdum innfluttum matvælum sem hafa áhrif á allan okkar rekstur.

Á málþingi sem atvinnuvegaráðuneytið stóð fyrir um fæðuöryggi á dögunum var meðal annars fjallað um birgðahald á þessum nauðsynjavörum. Nefna má sem dæmi að víða eru bundnar í lög kröfur um þriggja mánaða eldsneytisbirgðir í hverju landi en hér á landi eru engar slíkar reglur. Skilvirkt birgðahald á nauðsynlegum vörum og hráefnum er lykilatriði í fæðuöryggi hverrar þjóðar og hér má sannarlega gera betur.

Á málþinginu var einnig fjallað um stöðu matvælaframleiðslu á Íslandi og flutti Torfi Jóhannesson afar áhugavert erindi þar sem hann lagði áherslu á að tryggja þurfi samkeppnishæfni og samkeppnisskilyrði innlendrar framleiðslu. Seigla samfélagsins er langtum meiri þegar hér er öflug íslensk matvælaframleiðsla og landbúnaður.

Við flytjum inn gríðarlega mikið af matvælum og hráefnum en þessi innflutningur gerir landið mjög viðkvæmt fyrir sveiflum í alþjóðaviðskiptum. Og þegar faraldrar, stríð, þurrkar eða flóð ríða yfir, beita útflutningsríki matvæla oft útflutningstakmörkunum til að vernda sína innanlandsmarkaði. Þetta hefur bein áhrif á lönd eins og Ísland sem reiða sig á stöðugt aðgengi að matvælum, fóðri og áburði erlendis frá.

Til að minnka áhrif af slíkum kreppum á íslenskan almenning verður fæðuöryggi þjóðarinnar að hvíla á mörgum fjölbreytilegum stoðum. Öflugur landbúnaður er ein þeirra og ég tek heils hugar undir það sem fram kom um mikilvægi þess að efla hér ræktun á korni og öðrum fóðurtegundum.

Eins fannst mér gott dæmi sem Torfi tók um innflutning og framleiðslu á svínakjöti. Benti hann á að innflutningur á svínakjöti hefði aukist, sem væri líklega vegna þess að hér væri framboð á beikoni ekki að anna eftirspurn. Hægt er að mæta eftirspurninni með innflutningi, en það væri líka hægt að auka innlenda framleiðslu og flytja svo út það svínakjöt, annað en beikon, sem ekki selst hér innanlands.

Þetta er bara spurning um að hafa rétt viðhorf. Að horfa frekar til sóknar en varnar í landbúnaði. Íslenskir bændur eru svo sannarlega tilbúnir að horfa til sóknar á öllum vígstöðvum. Við þurfum bara stjórnvöld í lið með okkur.

Og þegar stjórnvöld eru nefnd er því miður ómögulegt annað en að nefna boðaða breytingu erfðafjárskatts á bújörðum sem fjármálaráðherra mælir fyrir í fjárlagabandorminum svokallaða. Hingað til hefur verið miðað við fasteignamat á landi við skattstofn erfðafjárskatts en breytingatillagan felst í að meta eigi jarðir til „markaðsverðs“, sem mun fela í sér verulega hækkun erfðafjárskatts án þess að raunveruleg vermæti eða fjármagn sé til staðar til að greiða skattinn.

Fjármálaráðherra sjálfur sagði í samtali við Morgunblaðið að „[b]ændur eru sennilega þeir einu sem verða fyrir einhverjum verulegum neikvæðum áhrifum af þessum breytingum“.

Ég á erfitt með að sjá hvernig þetta á að ríma við það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að grípa eigi til aðgerða til að auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti í landbúnaði. Ég á satt best að segja erfitt með að ímynda mér neina einstaka aðgerð sem getur gert kynslóðaskiptin erfiðari en einmitt þessa tillögu fjármálaráðherra. Raunar er ekki annað að sjá en að hann sé mér sammála, því hann sagði að þingið þyrfti að huga vandlega að hagsmunum bænda. Við skulum vona að þingmönnum beri gæfa til þess.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...