Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Höfundur: Bryndís Geirsdóttir, húsmóðir

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðurinn er tímans tákn í sögu þjóðar. Hann segir að eitt sinn vissi alþýða manna í raun hvað vextir eru. Garðurinn var rými fólks til að efla sinn hag. Hvert barn sá og skildi þegar það tók kartöflurnar upp úr moldinni eftir að grösin höfðu nært þær á sólarljósinu sumarlangt, kartöflurnar sem komu síðar upp úr pottinum með soðningunni, að þær eru búdrýgindi, raunverulegar vaxtartekjur sem tryggja afkomu fjölskyldunnar. Garðyrkjan var hluti lífsviðurværis og Garðurinn rými til að yrkja hagvöxt., raunveruleg, áþreifanleg, íbítanleg verðmæti. Garðurinn var þrepið milli þess að fólkið reiddi sig á landið um allar helstu nauðþurftir og nútímans með innflutningi og fjölbreyttum framleiðslumöguleikum. Landið sem ól þjóðina frá því fyrsti maður steig af skipsfjöl.

Ég hef áhyggjur af landbúnaðarlandinu á Íslandi. Stefnan sem rekin hefur verið með fækkun og stækkun býla verður til þess að samfélagið gisnar og ræktun landsins og lýðsins gengur úr sér. Fæðuöryggi er síst tryggt með þessari stefnu. Planta sem hýdd er til vaxtar með of miklum áburði hefur of mikinn blaðvöxt á kostnað rótarkerfisins, hún virðist sterk og öflug en rótin annar ekki yfirvextinum og plantan visnar. Jarðvegur sem ekki er rótarbundinn er viðkvæmur fyrir rofi. Landbúnaðarkerfinu hefur verið stýrt í yfirbyggingu og einsleitni undir formerkjum hagræðingar. Markvisst hefur verið gengið á ræturnar með fækkun og stækkun. Hagræðingin skilar sér í yfirvöxtinn á kostnað sveitanna þar sem ræturnar liggja. Byggðafesta í sveitum rofnar.

Er tækni alltaf ávísun á framfarir?

Of lengi hefur áherslan verið á stækkun og fækkun og arð og magn og fallþunga.

Á málþingi erfðanefndar landbúnaðarins sem haldið var í Öskju 3. október kom glögglega fram að áherslan í kynbótastarfi kúa er á afurðamagn. Eiginleikar á borð við bragðgæði og efnasamsetningu afurða eru ekki til skoðunar enda þykir þetta ekki neitt aðalatriði. Þaðan af síður er hugað að líffræðilegum einkennum og eðlisþáttum. Stenst það skuldbindingar um að gæta líffræðilegra og erfðafræðilegra sérkenna íslenska stofnsins? Nokkurt ákall hefur verið frá mjólkuriðnaðnum um kynblöndun íslenska landnámskúastofnsins til að auka enn nytina. Í þeim tilgangi æskja þeir kynblöndunar við NorskRöde, rauðu kúnna, sem skákar öðrum kúakynjum í Noregi í afurðamagni. Þar til nýlega hefur verið sérstök áhersla þar á að rækta þetta kyn upp á kostnað annarra kynja, sem sum eru nú útdauð. Það kreppir víða að líffræðilegum fjölbreytieika. Er líklegt að neytendur kjósi að standa vörð um kerfi sem hvorki virðir byggðir landsins, treystir innviðina eða stendur vörð um náttúruauð, arf sem bændum er falið að fara með og varðveita til komandi kynslóða?

Á þinginu kom fram að sá galli er á gjöf Njarðar að efnasamsetning mjólkurinnar úr NorskRöde er ekki hagfelld því stundum vantar í hana kaseín 2 próteinið sem nauðsynlegt er til ostagerðar, án þess ystir mjólkin ekki. Nú hafa komið hafa upp tilfelli þess að hella þarf gríðarmagni af mjólk því hún er ónýtanleg til ostagerðar þótt hún gæti vissulega gagnast sem drykkjarmjólk eða í jógúrt. Markaðurinn kallar hins vegar á osta og mjólkurdrykkja dregst saman.

Magn er hvorki ávísun á gæði né hagsbót.

Styrkur sérstöðunnar

Matvælaöryggi byggir á kúltúr. Agrikúltúr er ekki stóriðja og ekki iðnaður, þótt þróunin víða undanfarna áratugi hefi verið í þá átt. Landbúnaður er samfélag manna og dýra og þess sem maðurinn yrkir af jörðinni og jarðarinnar sjálfrar. Gæði afurðanna eru beintengd náttúrulegu umhverfi skepnanna og erfðaeiginleikum þeirra, umgengni og atlæti við þær og landið. Framleiðsla dýrmætustu og þekktustu landbúnaðarafurða í heimi ganga út frá þessu. Rockfort-osturinn er framleiddur úr mjólk frá einni tegund ásauða í náttúrulegu umhverfi þeirra. Hann fær að legerast í sérhæfðu umhverfi og framleiðslumagnið fer ekki fram úr framleiðslugetunni. Sama má segja um Mancego-ostinn frá la Mancha á Spáni, Parmesan frá Parma á Ítalíu, Iberico fjallaskinku á Spáni og svo má lengi telja. Framleiðslan á þessum staðbundnu landbúnaðarafurðum heldur uppi þúsundum samfélaga í héruðunum sem hún er sprottin úr. Hvers vegna hefur íslenskur landbúnaður enga slíka sérstöðu? Hvers vegna höfum við horft fram hjá tækifærunum sem felast í að virkja sveitir landsins til framleiðslu á staðbundnum afurðum með sérstöðu?

Góður landbúnaður er auður ekki ölmusa

Hvað ætli við höfum tapað af gjaldeyri með því að efla ekki landbúnaðarhéruðin um landið til sérhæfðrar afurðaþróunar nú þegar ferðaþjónustan hefur dafnað sem aldrei fyrr.

Ekki má einungis líta til dýraafurða, ræktarland og jarðvegur hér hefur sérstöðu.

Ísland er eldfjallaland, auðlegðin okkar er orkan, vatnið, landið og jarðhitinn. Við eigum að vinna með þessi hlunnindi markvisst til að efla þjóðarhag.

Við eigum að búa til afleiddar afurðir, og hlúa að og byggja upp matvælamenningu.

Búsetunet með jöfnum möskvum er eins dýrmætt til að skapa verðmæti og grípa gjaldeyri og fiskinetin eru fyrir útgerðina. Landsbyggðin er frjálst og fýsilegt umhverfi fyrir frumkvöðla að dafna. Dýrmætasta nýsköpunarfyrirtækið, eina íslenska einhyrningsfyrirtækið, var Keresis á Ísafirði, sem selt var á rúmlega 180 milljarða króna. Það eru drjúg verðmæti sköpuð úti á landi, hvað geta frumkvöðlar gert með landbúnaðartengdar afurðir?

Græðum ræturnar, tryggjum hag og vöxt

Ef milliríkjaviðskipti truflast verulega eða leggjast niður vegna styrjalda eða annarra áfalla verðum við að hafa áætlun um innlenda framleiðslu. Á Norðurlöndunum er mikil áhersla lögð á fæðuöryggi ríkja – hversu mörg tonn af smjöri verðum við að geta framleitt í hallæri og hvað þarf mörg býli til að tryggja þau afköst? Nú þegar ríkið hefur bætt miklum mannfjölda á undanförnum árum við stórfjölskylduna, er bústýrunum skylt að tryggja að matvælaframleiðslan í landinu standi undir högginu ef og þegar í harðbakkann slær. Er til áætlun um innlenda framleiðslu og matvælaöryggi?

Okkur er talin trú um að þeir hafi völdin í heiminum sem búa yfir vopnum – það borðar enginn byssur og sprengjur. Nei, raunveruleg völd eru í höndum þeirra sem ráða matvælum og hlúa að auðlindum sínum. Eitthvert sterkasta vopnið gegn þjóðum er stýrð hungursneyð, ef við leggjum allt traust okkar á aðflutt matvæli er fjöreggið okkar tóm eggjaskurn. Við verðum Ð tryggja afkomu stórfjölskyldunnar á þessu landi. Það er arðbært að rækta garðinn sinn sá sem gerir það heimtir áþreifanlega vexti og er frjáls. Sterkara samfélag er sterkari þjóð sem byggir á breiðum og traustum grunni. Hvernig getur fólk sem ekki auðnast að framfæra sér um slíkar grundvallar nauðþurftir sem matur er, verið fullvalda þjóð?

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...