Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Höfundur: Álfur Birkir Bjarnason, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Báðar áskoranir hafa verið þekktar um árabil, en það er ekki fyrr en nýlega sem umfjöllun um líffræðilega fjölbreytni hefur náð flugi.

Hvað er þá þessi líffræðilega fjölbreytni og hvernig tengjast þessar tvær áskoranir sveitarfélögum? Í sinni einföldustu mynd er líffræðileg fjölbreytni allur fjölbreytileiki lífs á jörðinni. Allt frá smáum skala í genum innan einstaklinga, að stórum skala í samspili tegunda innan vistkerfis. Þegar áföll dynja yfir er það fjölbreytileiki einstaklinganna og samspil þeirra sem segir til um hversu vel náttúran getur brugðist við og aðlagast. Það má því hugsa líffræðilega fjölbreytni sem verkfærakistu náttúrunnar.

Í gegnum tíðina höfum við nýtt okkur þessi verkfæri með ýmsum hætti. Landbúnaðartegundir voru eitt sinn villtar í náttúrunni, lyf eru mörg hver byggð á efnum sem finnast í frumum ýmissa lífvera og fjölbreytt vistkerfi mynda og viðhalda frjósömum jarðvegi. En við höfum einnig gengið á þessa auðlind með víðtækri búsvæðaeyðingu, ofnýtingu, mengun og nú eru loftslagsbreytingar af mannavöldum einnig að setja strik sitt í reikninginn. Vistkerfi sem hafa verið stöðug í fjölda ára verða ólífvænleg vegna hlýnunar, breyttra veðurskilyrða eða ofsaveðurs. Við það minnkar náttúruleg kolefnisbinding vistkerfanna og stór svæði opnast fyrir jarðvegseyðingu og aukinni losun, sem síðan veldur enn frekari loftslagsbreytingum.

Samspil loftslagsbreytinga og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni er því vítahringur sem við verðum að hægja á og þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki því gott skipulag er til alls fyrst. Vernd kolefnisríks jarðvegs, sjálfbær landnýting og markviss endurheimt vistkerfa eru bæði loftslags- og fjölbreytniaðgerðir. Kolefnisríkur jarðvegur er frjósamur og þar með dýrmæt auðlind. Hann er meðal annars að finna af náttúrunnar hendi í votlendi, gömlum birkiskógum og gróskumiklum móum. Jarðvegur þessara vistkerfa hefur víða verið nytjaður, svo sem með framræslu mýra til landbúnaðar. Það er eðlilegur hluti landbúnaðar að nýta slíkan jarðveg á sjálfbæran hátt en við vitum einnig að ekki allt framræst land er nytjað. Kolefni slíks jarðvegs losnar út í andrúmsloftið til einskis og jarðvegurinn rýrnar. Þess vegna getur markviss, og jafnvel tímabundin, endurheimt votlendis bæði verndað frjósamt landbúnaðarland til framtíðar og verkað sem loftslagsaðgerð.

Mikil tækifæri liggja einnig í því að vernda jarðveg fyrir rofi, sem er meðal annars gert með endurheimt raskaðs lands. Endurheimtin er öflug loftslagsaðgerð auk þess sem hún stuðlar að vernd og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni. Land og skógur vinnur nú að gerð landsog svæðisáætlana í landgræðslu og skógrækt í samstarfi við sveitarfélög. Þessum áætlunum er meðal annars ætlað að kortleggja þau svæði innan sveitarfélaga sem henta til endurheimtar auk skógræktar. Við þessa vinnu er horft til nýútgefinna gæðaviðmiða við vali á landi til skógræktar, þar sem forgangsraðað er til að vernda land sem hefur mikla líffræðilega fjölbreytni og kolefnisríkan jarðveg. Bæði þessi verkefni munu nýtast í því að skipuleggja landnýtingu okkar í þágu loftslags og líffræðilegrar fjölbreytni.

Það er alveg ljóst að aðgerða er þörf. Með skipulögðu átaki getum við tryggt að markvissar loftslagsaðgerðir skaði ekki líffræðilega fjölbreytni enn frekar og að aðgerðir til verndar líffræðilegri fjölbreytni auki getu okkar til að bregðast við loftslagsbreytingum og verndi landbúnaðarmöguleika framtíðarinnar.

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega...

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...