Skúli Þórðarson, Þórður Jóhann Guðbrandsson og Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir í hlutverkum sínum sem Lápur, Skrápur og Sunna litla mannabarn.
Skúli Þórðarson, Þórður Jóhann Guðbrandsson og Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir í hlutverkum sínum sem Lápur, Skrápur og Sunna litla mannabarn.
Mynd / Lápur, Skrápur og jólaskapið, ljósmyndari LL.
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að skella sér í sparifötin og kíkja á hvað áhugamannaleikfélögin hafa upp á að bjóða.

Nýverið frumsýndu liðsmenn Freyvangsleikhússins verkið Jólaköttinn eftir Sigurbjörgu Ingólfsdóttur og hlaut það bæði lof og hlátrasköll frumsýningargesta. Næstu sýningar verða 6., 13., 14. og 20. desember, allar klukkan 13, en aukasýning seinni partinn þann 13. desember klukkan 15.30.

Þeir tröllabræður Skúli og Þórður í essinu sínu á sviði. (Lápur, Skrápur og jólaskapið, ljósmyndari LL.

Litli leikklúbburinn á Ísafirði lætur líka að sér kveða en þau tóku sig til og endurfrumsýna nú jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson. Sýningar fara fram í Edinborgarhúsinu og segir formaðurinn, Gunnar Ingi Hrafnsson, að ákveðið hafi verið að hafa lifandi tónlist í uppfærslunni sem gerir sýninguna enn hressilegri. Einungis eru tvær sýningar eftir, þann 6. desember kl. 13 og 7. desember kl. 11 - þannig það fer hver að verða síðastur að næla sér í miða. Þá má finna á vefsíðunni midix.is en frekari upplýsingar eru á vefsíðu Litla leikklúbbsins, www.litlileik.is.

Hér má sjá Mjallhvíti, Míu Bjarný Haraldsdóttur, og í bakgrunninum hana Júlí Örnu Sigurjónsdóttur í hlutverki vondu stjúpunnar. (Skilaboðaskjóðan, ljósmyndari Frosti Gíslason.)

Leikfélag Vestmannaeyja hefur á fjölunum ævintýrasöngleikinn sem allir þekkja, Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson. Næstu sýningar verða helgina 6. og 7. desember, tvær sýningar á laugardeginum kl. 13 og 16.30 en klukkan 15 á sunnudeginum. Síðasta sýning verður svo þann 13. desember klukkan 13. Miða má nálgast í síma 852 1940 eða með skilaboðum á Facebook-síðu Leikfélags Vestmannaeyja. Skemmtið ykkur vel!

Skylt efni: Áhugaleikhús

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f