Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ingvi Stefánsson, bóndi á Teigi og fulltrúi svínabænda á búnaðarþingi 2016.
Ingvi Stefánsson, bóndi á Teigi og fulltrúi svínabænda á búnaðarþingi 2016.
Fréttir 29. febrúar 2016

Fulltrúi svínabænda gekk út af fundi búnaðarþings

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ingvi Stefánsson, bóndi á Teigi í Eyjafirði og fulltrúi svínabænda á búnaðarþingi 2016 lýsti megnri óánægju á fundi í dag með hlut svínabænda í nýgerðum búvörusamningum. Að máli sínu loknu yfirgaf hann samkomuna.

Í umræðum á búnaðarþingi í kjölfar ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarúrvegs- og landbúnaðarmálaráðherra, kom Ingvi í pontu og óskaði bændum til hamingju með tímalengd búnaðarsamninga til tíu ára. Það sætu þó ekki allir bændur við sama borð þegar kæmi að búvörusamningum. 

Tollverndin stórmál fyrir svínabændur

„Þannig er framtíðarsýn okkar svínabænda ekki björt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það voru okkur mikil vonbrigði að ekki skyldi tekið á tollamálum og styrkir auknir vegna herts aðbúnað svína í nýjum búvörusamningi. Það er í raun efni í sér kafla hvernig hægt er að gera svo langan samning þar sem engin skýr stefna liggur fyrir í tollamálum landbúnaðarins.“

Sagði hann að á síðasta búnaðarþingi hafi verið gengið út frá að tollamál yrðu hluti af nýjum búnaðarsamningi. Þar segi í ályktun um tollvernd að stefnan væri tekin á samninga sem tryggi  samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu.

„Ég óttast að það eigi eftir að reynast íslenskum landbúnaði dýrkeypt að hafa ekki fylgt þessu máli fastar eftir.

Boðað hefur verið til félagsfundar í Svínaræktarfélagi Íslands á miðvikudaginn. Samkvæmt dagskrá liggur fyrir að afgreiða tillögu um úrsögn félagsins úr Bændasamtökunum. Undir öllum venjulegum kringumstæðum er ég einarður talsmaður þess að bændur hafi sameiginlegan  vettvang til þess að gæta hagsmuna allra bænda í hvívetna. Aðild ólíkra búgreina að heildarsamtökunum gefur þeim þann slagkraft sem þarf til að verja hagsmuni landbúnaðarins í heild. Ef sá slagkraftur er misnotaður, þá getur það valdið samtökunum og einstökum búgreinum tjóni sem seint verður bætt. Ástæðan fyrir því að svínabændur íhuga úrsögn úr BÍ er sú að okkur þykir sem samtökin hafi brugðist í hagsmunagæslu sinni fyrir svínabændur.“

Lýsti Ingvi síðan nánar bakgrunninum í afstöðu svínabænda. Svínabændur hafi ekki notið neinna opinberra styrkja og ættu því  allt undir tollverndinni. Svínabændur væru minnugir þess hvernig þeirra hagsmunum hafi verið fórnað í tollasamningum sem gerðir voru 2007 þar sem tollverndin var skert. Það hafi m.a. verið gert til að aðrar búgreinar gætu fengið aukinn aðgang með sínar afurðir á erlenda markaði.
„Okkur var reyndar lofað því að slík hrossakaup yrðu ekki endurtekin. Þrátt fyrir það liggur það nú fyrir að leikurinn verður endurtekinn með nýjum tollasamningi þar sem okkar hagsmunum, svínabænda, er aftur fórnað.“

Sagði Ingvi að svínabændur hafi beitt sér fyrir innanbændasamtakanna að unnin yrði skýrsla óháðra aðila sem sýndi hversu mikið tjón svínabænda yrði vegna minnkaðrar tollverndar. Samkvæmt þeirri skýrslu muni afurðaverð til svínabænda lækka um 16%, eða um 300 milljónir króna á ári. Sagði hann að svínabændur hafi fengið skýrsluna í hendur með því skilyrði að dreifa henni ekki. Rúmum mánuði eftir að hún hafi verið unnin hafi hún svo loks verið birt í Bændablaðinu.

Hagsmunum hvíta kjötsins fórnað

Gagnrýndi hann síðan harðlega formann og stjórn bændasamtakann fyrir að gera skýrsluna ekki að innleggi í umræður um nýjan búvörusamning. Komið hafi fram á fundi svínabænda í fjármálaráðuneytinu  að tveim dögum fyrir undirskrift búvörusamninga hafi fulltrúi fjármálaráðuneytisins í samninganefndinni aldrei séð umrædda skýrslu.

„Hagsmunum hvíta kjötsins var einfaldlega fórnað í tollasamningnum til að koma í gegn þeim búvörusamningi sem nú hefur verið samið um. Málið er ekki flóknara en þetta.“

Vilja aðstoð vegna krafna um bættan aðbúnað

Þá kom Ingvi inn á kröfur um bættan aðbúnað dýra í svínarækt. Fyrirliggjandi kröfur muni kosta meira en ársveltu greinarinnar í heild. Í nýjum búvörusamningi sé aðeins veitt brot af þeim kostnaði um leið og Matvælastofnun auki þrýsting á að aðbúnaður verði bættur hið snarasta. Skipti þá engu máli þó margir bændur séu með sjö til átta ára gamlar innréttingar sem settar hafi verið upp með fullu samþykki MAST. Ofan á þetta hafi svínabændur svo orðið hressilega fyrir barðinu á verkfalli dýralækna síðastliðið vor.

Sagði Ingvi að svínabændur gerðu kröfu að tollasamningnum verði hafnað eða í öllu falli þar til fyrir liggi hvaða afleiðingar hann hafi á einstaka búgreinar. Þá liggi fyrir að innflutningur á fersku kjöti sé nú í algjöri uppnámi. Þá vilji svínabændur fá styrki til að bæta aðbúnað dýranna. Benti hann á að norskir bændur fengju um 40-50% af þeim kostnaði greiddan í formi styrkja. Þá vilji svínabændur fá að ráða því hvort slíkir styrkir verði nýttir til að bæta aðbúnað eða hreinlega til að úrelda svínabúin. Fordæmi sé fyrir slíku í eldri samningi við garðyrkjubændur og svipað sé uppi í nýjum búvörusamningi gangvart mjólkurframleiðendum.

Dæmið gengur ekki upp

„Ef ekkert kemur til umfram þessar 440 milljónir sem við erum að fá til að bæta aðbúnað á búunum, gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Ég mun aldrei fara af stað í fjárfestingu sem ég veit fyrirfram að minn búrekstur ræður ekki við. Þannig er Það helvíti skítt að standa hér á besta aldri og vera að biðla til búnaðarþings að beita sér af öllu afli fyrir því að fá að úrelda búið sitt. Þetta er nú samt veruleikinn sem blasir við mér.“

Yfirgefur þingið

„Eftir þessa ræðu ætla ég að yfirgefa þingið til að gefa því starfsfrið til að fjalla um málefni hvíta kjötsins. Ég trúi því treysti að þingið beiti sér að fullu fyrir því að svína og kjúklingarækt geti áfram þrifist í landinu. Þangað til ætla ég að sjá til hvað kemur út úr þeirri vinnu. Það mun ekki standa á svínabændum að miðla málum ef vilji er til að koma til móts við okkar sjónarmið.

Gleymum því ekki að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Svínabændur skapa fjöldann allan af afleiddum störfum og eru mikilvægur hlekkur í allri matvælaframleiðslu. Við erum stoltir af okkar heilnæmu afurðum og munum standast þau áhrif sem greinin hefur orðið fyrir. Til þess að svo megi verða þurfum við ykkar stuðning,“ sagði Ingvi og óskaði búnaðarþingi velfarnaðar í störfum sínum.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...