Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kjói
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn sem er allur miklu stærri og þreknari. Kjóinn er aftur á móti minni og allur fíngerðari. Tvö litbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er aldökkur og að mestu móbrúnn en fuglinn sem er á myndinni er dæmi um ljósan kjóa. Eitt af helstu einkennum hans eru langar, oddhvassar miðfjaðrir í stélinu sem sjást vel á myndinni. Kjói er með langa vængi, rennilegan búk og er afar flugfimur. Hann hefur lært að nýta sér þessa flugfimi til að ræna æti frá öðrum fuglum. Hann eltir uppi kríur, ritur, lunda og fýl og þreytir þá þangað til þeir neyðast til að sleppa ætinu sem þeir hafa. Kjóinn nær þá að grípa ætið, jafnvel á flugi. Kjói er útbreiddur um allt land frá fjöru til fjalls og inn á hálendi. Varpsvæði hans eru því nokkuð fjölbreytt. Þótt hreiðrið sjálft sé lítilfjörlegt – dæld í jörðinni – þá verpa þeir í votlendi, móum, söndum og hálendisvinjum. Hér á Íslandi er hann farfugl en varpheimkynni hans eru ekki bara á Íslandi heldur allt umhverfis norðurheimskautið og Norður-Atlantshafið. Þegar haustar færir hann sig síðan sunnan megin við miðbaug þar sem hann dvelur á Suður-Atlantshafinu.

Skylt efni: fuglinn

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.