Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimafólk smíðaði nýja rétt í Kollafirði og var hún vígð með fyrstu réttum síðla september. Réttin stóðst væntingar og gott betur.
Heimafólk smíðaði nýja rétt í Kollafirði og var hún vígð með fyrstu réttum síðla september. Réttin stóðst væntingar og gott betur.
Mynd / Sveinn Ingimundur Pálsson
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og var réttað í henni í fyrsta sinn 22. september sl.

Kollafjarðarrétt stendur í landi Litla-Fjarðarhorns. Í upphafi var, að sögn Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra í Strandabyggð, leitað eftir ábendingum bænda á svæðinu varðandi staðsetningu og fyrirkomulag nýrrar réttar. Komið hafi góðar ábendingar frá bændum í Miðhúsum og Stóra-Fjarðarhorni, meðal annars um staðsetningu réttarinnar í landi Litla-Fjarðarhorns, ekki langt frá þjóðveginum. Var því leitað til landeigenda þar, sem veittu góðfúslega leyfi fyrir réttarsmíðinni.

Steinadalsbændur tóku verkefnið

Þegar ákveðið hafði verið að byggja rétt var auglýst eftir einhverjum sem vildi taka slíkt að sér en ekki bárust raunhæf tilboð, að sögn Þorgeirs.

Þá buðust Steinar Þór Guðgeirsson og Ástríður Hjördísar Gísladóttir, bændur í Steinadal, til að taka verkefnið að sér og var tíminn þá orðinn nokkuð naumur fyrir komandi réttir. Þau fengu vaskan hóp fólks í lið með sér og studdust við sömu teikningu og rétt í Staðardal er gerð eftir. Um gerð púðans undir réttina sáu einnig bændur í sveitarfélaginu.

Segir Þorgeir Orkubúið hafa lagt til rafmagnsstaura og krakkar í grunnskólanum fengu það hlutverk að mála skilti með nafni réttarinnar. Starfsmenn sveitarfélagsins komu að því að saga niður staurana, ferja efni út í Kollafjörð og setja upp skiltið góða.

Kollafjörður er stuttur fjörður á Ströndum. Næsti fjörður norðan við er Steingrímsfjörður en sunnan við er Bitrufjörður. Kort / Wikipedia

Unnið í kapp við tímann

Smíði réttarinnar var á köflum svolítið kapp við tímann að sögn Þorgeirs, en með jákvæðni og mikilli vinnu hafðist það. Gott hafi verið að finna þá samstöðu og jákvæðni sem verði til þegar menn vilja sjá nauðsynleg verkefni verða að veruleika. Það eigi sannarlega við í þessu tilfelli.

Á fallegum haustdegi seint í september var svo réttað í fyrsta sinn í hinni nýju rétt og var Steinar Þór réttarstjóri. Segir hann réttarhaldið hafa gengið mjög vel og réttin virðist standast allar væntingar. Ástríður tekur undir það og bætir við að þau hjónin séu nýgræðingar í búskap og hafi þarna verið í fyrsta sinn að fara í réttir og gengið ljómandi vel.

Sveitarfélagið hefur staðið að byggingu þriggja rétta undanfarið: Staðardalsréttar, Krossárréttar og nú Kollafjarðarréttar. Öll þessi verkefni voru auglýst en á endanum voru það bændur á svæðinu sem tóku gerð réttanna að sér.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...