Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lómur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tveir brúsarnir sem verpa hérna á Íslandi. Himbriminn er nokkuð stór og getur orðið allt að því 3,5 kg en lómurinn er minnstur í brúsaættinni, eða um 1,7 kg. Þannig að þótt þeir séu náskyldir og að nokkru leyti líkir í útliti, þá er stærðarmunurinn mjög augljós. Hann er að nokkru leyti staðfugl, sumir fljúga til Vestur-Evrópu á haustin á meðan aðrir dvelja á sjó við landið. Þeir verpa við tjarnir, vötn og læki stutt frá sjó. Líkt og aðrir brúsar eru lómar nokkuð sérhæfðar fiskiætur. Þrátt fyrir það sé algengt að þeir verpi við fisklausar tjarnir eða læki, þá er það alltaf þar sem stutt er í fiskauðuga staði. Segja má að lómar séu nokkuð félagslyndir af brúsa að vera. Þeir eiga það til að verpa í dreifðum byggðum þar sem stutt getur verið á milli óðala. Þetta er mjög ólíkt himbrima sem á það til að helga sér mjög stór óðöl, jafnvel heilu vötnin. Fætur lómsins eru mjög aftarlega á búknum sem gerir hann mjög góðan til sunds og fiman kafara, en í staðinn er hann hálfvonlaus á landi og getur ekki gengið heldur spyrnir sér áfram á maganum. Hreiðrin eru því ávallt alveg við vatnsbakka þar sem auðvelt er að renna sér út í vatnið án þess að mikið beri á því.

Skylt efni: fuglinn

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...