Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fræskurður Lands og skógar í haust skilaði túnvingulsuppskeru í góðu meðallagi. Uppskera af melgresi er þó skv. upplýsingum stofnunarinnar fremur lítil.

„Að þessu sinni var melgresi eingöngu uppskorið á Mýrdals- sandi í nokkra daga. Ax er ekki mjög stórt og svo misstum við það að hluta í illviðri. Algengast er að fyrst sé skorið í Landeyjum, svo á Mýrdalssandi og stöku sinnum endað í Þingeyjarsýslum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá stofnuninni.

Hann segir nákvæmar magn- og gæðatölur ekki liggja fyrir fyrr en líður á vetur og fræhreinsun lýkur.

Meginhlutverk fræverkunarstöðvar Lands og skógar í Gunnarsholti er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Tvær tegundir eru í framleiðslu: melgresi (Leymus arenarius) og túnvingull (Festuca richardsonii). Fræöflun fer fram síðla sumars og fram á haust þegar fræþroski nær hámarki, en þó áður en náttúruleg frædreifing hefur átt sér stað. Túnvingull þroskast í lok ágúst, en melgresi þroskast seinna og stendur melsláttur oft langt fram í september. Þegar fræið er komið í hús er það þurrkað og hreinsað.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...