Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds.
ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds.
Mynd / ML
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sveitakeppni eldri spilara og hins vegar tvímenningi í sama aldursflokki.

Tvímenninginn unnu Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. 

Sveitakeppnina vann sveit Gauksins, þau Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Gaukur Ármannsson, Svala Pálsdóttir og Rosemary Shaw. Aðalsteinn og Sverrir unnu einnig bötlerinn.

Í flokki 70 ára og eldri vann ML-sveitin gullið líkt og um langt árabil. Liðið er skipað gömlum nemendum úr ML og tveimur fyrrverandi skólameisturum svo nokkuð sé nefnt!

Í lokaumferðinni reyndu liðsmenn Gauksins, þær Svala og Rosemary, að vinna fjögur hjörtu,skásta geimið á 4-3 fittið.

Svala spilaði spilið og eftir að vörnin tók þrjá fyrstu slagina í tígli var skipt yfir í spaða. Svala hugsaði sig aðeins um en setti svo ás. Svínaði laufi og það gekk. Nú þurfti ekki annað en að trompið lægi 3-3 til að 420 stig lægju á borðinu. 4-2 legan þýddi þó að spilið fór niður.

Sagnir afhjúpuðu veikleika í tígli og 4 hjörtu er mun skárra geim en 3 grönd, sem væru nánast vonlaus jafnvel í 4-3 legunni. Þótt báðar svörtu
svíningarnar myndu heppnast sem þær gera ekki.

Þeir sem spila hálitageim á 4-3 fitt í sambærilegum höndum eru iðulega lengra komnir. Byrjendur hafa vonandi gagn að svona pælingum. 

Vestur gefur/enginn á hættu:

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.